Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2016 10:18 Brandari Margaret Chase Smith fór í sögubækurnar og var áhugaverð opnun Davíðs í kappræðunum í gær. Vísir/Stefán/Getty „Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27