Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2016 21:14 Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57