Nýtt lag frá Beebee and the bluebirds 26. maí 2016 11:42 ,,Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, gítarleikari og söngkona, um nýja lag sveitarinnar Beebee and the bluebirds. MYND/EVA RUT HJALTADÓTTIR Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira