Þegar öllu er á botninn hvolf Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Fyrir stuttu voru vanefndir vinnuveitenda minna í Malaga orðnar svo miklar að ég sá mér ekki sæmd í öðru en að segja upp. Við tók mikið öryggisleysi. Mér fannst ég hanga í lausu lofti. Þessari tilfinningu hefur góður vinur minn líkt við það átakanlega augnablik þegar loftfimleikamaður hefur sleppt einni rólunni og ennþá ekki gripið þá næstu. Loftfimleikamaður sem aldrei þorir að sleppa er ekki þess verður að áhorfendur séu að glápa á hann. Spurning hvort eitthvað álíka megi segja um líf þess sem aldrei lætur gossa. Alla vega verður mér oft hugsað til þessarar myndlíkingar á stundum sem þessum. Þó er lífið flóknara en atriði í sirkus. Til dæmis er enginn trygging fyrir því að önnur róla sé til taks þegar maður sleppir einni. Svo má velta því fyrir sér hvort til sé öryggisnet fyrir neðan. Víðast er það reyndin þótt róið sé að því öllum árum að slíkt hangi einungis fyrir neðan þá sem mikið hafa handa á milli. Svo eru ýmsir meðal áhorfenda sem hafa áhrif á mann, geta þess vegna truflað mann með svartagallsrausi. „Þú hefðir ekki átt að sleppa! Nú nærðu aldrei annarri rólu.“ Og svo framvegis. Þar að auki er trúðurinn líklegur til að gera grín að öllu saman. Á stundum þegar mikið liggur við hugsa ég líka til þess að sem betur fer eigum við Nóbelsskáld gott sem komið hefur orði að öllum þeim tilfinningum sem bærast í íslensku brjósti. Það kemur sér því ágætlega að vitna í Halldór því þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn þótt margur efist um það á tímabili.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fyrir stuttu voru vanefndir vinnuveitenda minna í Malaga orðnar svo miklar að ég sá mér ekki sæmd í öðru en að segja upp. Við tók mikið öryggisleysi. Mér fannst ég hanga í lausu lofti. Þessari tilfinningu hefur góður vinur minn líkt við það átakanlega augnablik þegar loftfimleikamaður hefur sleppt einni rólunni og ennþá ekki gripið þá næstu. Loftfimleikamaður sem aldrei þorir að sleppa er ekki þess verður að áhorfendur séu að glápa á hann. Spurning hvort eitthvað álíka megi segja um líf þess sem aldrei lætur gossa. Alla vega verður mér oft hugsað til þessarar myndlíkingar á stundum sem þessum. Þó er lífið flóknara en atriði í sirkus. Til dæmis er enginn trygging fyrir því að önnur róla sé til taks þegar maður sleppir einni. Svo má velta því fyrir sér hvort til sé öryggisnet fyrir neðan. Víðast er það reyndin þótt róið sé að því öllum árum að slíkt hangi einungis fyrir neðan þá sem mikið hafa handa á milli. Svo eru ýmsir meðal áhorfenda sem hafa áhrif á mann, geta þess vegna truflað mann með svartagallsrausi. „Þú hefðir ekki átt að sleppa! Nú nærðu aldrei annarri rólu.“ Og svo framvegis. Þar að auki er trúðurinn líklegur til að gera grín að öllu saman. Á stundum þegar mikið liggur við hugsa ég líka til þess að sem betur fer eigum við Nóbelsskáld gott sem komið hefur orði að öllum þeim tilfinningum sem bærast í íslensku brjósti. Það kemur sér því ágætlega að vitna í Halldór því þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn þótt margur efist um það á tímabili.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun