Ytri Evrópusamvinna gæti tekið við af ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Útganga Bretlands úr ESB hefur töluverð áhrif á Ísland þar sem Bretland er okkar nánasti viðskiptaaðili í Evrópu. Ef af henni verður mun vera minni áhugi á Íslandi fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið að mati stjórnmálafræðinga. Vísir/HörðurSveinsson Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira