Taugaveiklun hjá Disney: Rogue One fékk dræmar viðtökur í prufusýningum Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2016 14:32 Felicity Jones fer með aðalhlutverkið í Rogue One. Næsta Stjörnustríðsmynd er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en í desember en nú þegar berast fregnir af slæmum viðtökum. Um er að ræða myndina Rogue One: A Star Wars Story sem fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu og gerist þar með áður en söguþráður New Hope byrjar. Aðaltökum myndarinnar er löngu lokið og myndin á eftirvinnslustigi en topparnir hjá kvikmyndaveri Disney, sem gefur myndina út, fengu nýverið að sjá fyrstu útgáfuna af myndinni í fullri lengd og voru ekki ánægðir að því er fram kemur á vef Page Six. Er því búið að negla niður tökudaga yfir fjögurra vikna tímabil í júlí næstkomandi til að taka upp einhver atriði myndarinnar aftur eða í sumum tilfellum bæta nýjum við. Page Six segir leikstjóra myndarinnar, Gareth Edwards, þurfa nú að þola að vera undir hæl afar taugaveiklaðra toppa hjá Disney sem munu væntanlega gera miklar kröfur um breytingar. „Disney fer ekki í aftursætið og heimtar breytingar því myndin hefur ekki komið vel út í prufusýningum,“ hefur Page Six eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn segir jafnframt að boginn sé hátt spenntur hjá Disney eftir gífurlega velgengni sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Force Awakens. „Við berum ábyrgð á þessari kvikmyndaseríu og skuldum aðdáendum hennar að gera eins góða mynd og hægt er.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00 Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41 Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Næsta Stjörnustríðsmynd er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en í desember en nú þegar berast fregnir af slæmum viðtökum. Um er að ræða myndina Rogue One: A Star Wars Story sem fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu og gerist þar með áður en söguþráður New Hope byrjar. Aðaltökum myndarinnar er löngu lokið og myndin á eftirvinnslustigi en topparnir hjá kvikmyndaveri Disney, sem gefur myndina út, fengu nýverið að sjá fyrstu útgáfuna af myndinni í fullri lengd og voru ekki ánægðir að því er fram kemur á vef Page Six. Er því búið að negla niður tökudaga yfir fjögurra vikna tímabil í júlí næstkomandi til að taka upp einhver atriði myndarinnar aftur eða í sumum tilfellum bæta nýjum við. Page Six segir leikstjóra myndarinnar, Gareth Edwards, þurfa nú að þola að vera undir hæl afar taugaveiklaðra toppa hjá Disney sem munu væntanlega gera miklar kröfur um breytingar. „Disney fer ekki í aftursætið og heimtar breytingar því myndin hefur ekki komið vel út í prufusýningum,“ hefur Page Six eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn segir jafnframt að boginn sé hátt spenntur hjá Disney eftir gífurlega velgengni sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Force Awakens. „Við berum ábyrgð á þessari kvikmyndaseríu og skuldum aðdáendum hennar að gera eins góða mynd og hægt er.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00 Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41 Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00
Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24