160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2016 10:00 Eins og sést á myndinni er urriðinn vel haldinn í Laxá í Mývatnssveit Mynd: JK Laxá í Mývatnssveit er líklega ein af bestu urriðaám á heimsvísu enda þykir bæði veiðin í henni og umhverfi alveg einstakt. Þeir sem þekkja ánna vel segja að um hefðbundna opnun hafi verið að ræða en 160 urriðar veiddust á fyrstu þremur vöktunum ásamt því að nokkuð slapp eins og venjulega. Ekki varð vart við neinn þörungablóma eins og einhverjir óttuðust heldur var áin bara í sínum hefðbundna lit miðað við árstíma. Það var eftir því tekið að urriðinn var sérstaklega vel haldinn og greinilega hefur fæðuframboðið verið gott í vor. Þeir sem hafa einu sinni veitt í Laxá, hvort heldur í Mývatnssveit eða í Laxárdalnum, verða yfirleitt fastir gestir því veiðin ein sú skemmtilegasta sem hægt er komast í. Veiðin uppfrá er betri í tölum en veiðin í dalnum en meðalþyngdin í dalnum er þó hærri og það þarf oft á tíðum slungna veiðimenn til að ná þessum stóru því þeir falla ekki svo auðveldlega fyrir flugum veiðimanna. Þeir sem eiga eftir að prófa þessi skemmtilegu svæði geta skoðað lausa daga á vef SVFR. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Laxá í Mývatnssveit er líklega ein af bestu urriðaám á heimsvísu enda þykir bæði veiðin í henni og umhverfi alveg einstakt. Þeir sem þekkja ánna vel segja að um hefðbundna opnun hafi verið að ræða en 160 urriðar veiddust á fyrstu þremur vöktunum ásamt því að nokkuð slapp eins og venjulega. Ekki varð vart við neinn þörungablóma eins og einhverjir óttuðust heldur var áin bara í sínum hefðbundna lit miðað við árstíma. Það var eftir því tekið að urriðinn var sérstaklega vel haldinn og greinilega hefur fæðuframboðið verið gott í vor. Þeir sem hafa einu sinni veitt í Laxá, hvort heldur í Mývatnssveit eða í Laxárdalnum, verða yfirleitt fastir gestir því veiðin ein sú skemmtilegasta sem hægt er komast í. Veiðin uppfrá er betri í tölum en veiðin í dalnum en meðalþyngdin í dalnum er þó hærri og það þarf oft á tíðum slungna veiðimenn til að ná þessum stóru því þeir falla ekki svo auðveldlega fyrir flugum veiðimanna. Þeir sem eiga eftir að prófa þessi skemmtilegu svæði geta skoðað lausa daga á vef SVFR.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði