Segir aumingjaskap að geta ekki haldið aukakílóum í skefjum Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2016 13:55 Páll Bergþórsson lætur ríkjandi viðhorf um "fitufordóma“ og "líkamsvirðingu“ ekki trufla sig í því að gefa góð ráð sem lúta að réttri líkamsþyngd. „Það er aumingjaskapur að halda ekki líkamsþyngd sinni á réttu kílógrammi,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Páll segist aldrei svangur og alltaf 74,7 kíló. Ekki er víst að þessi setning falli í kramið meðal þeirra sem tala um fitufordóma og líkamsvirðingu á þeim nótum sem viðteknar mega teljast. En, öldungurinn Páll lætur það ekkert trufla sig, en slæ þó varnagla:Skammta sér matinn „Gallinn er sá að fæstum dettur í hug eina góða ráðið. Það er að skammta sér matinn. Ef þú skammast þín fyrir það skaltu hætta að lesa þetta, þangað til þér snýst hugur. Sjálfur hef ég ekki af neinu að gorta, hafandi ekki byrjað á þessari einföldu hugsun fyrr en seint og um síðir.“ Og ekkert vantar uppá góðar viðtökur. Rúmlega 200 manns hafa gefið til kynna að þeim líki vel boðskaður Páls, sem talar í lausnum og bendir á nokkrar reglur sem vert er að hafa í huga ef menn vilja halda sig við kjörþyngdina og fara ráðleggingar hans hér í heild sinni, uppskrift að heilsusamlegu lífi:Heilsureglur Páls „Reglulegar máltíðir, og ekkert át á milli mála er fyrsta reglan, og engin undanlátssemi við dálitla löngun í meira. Ég er ekki að halda að ykkur mínu mataræði, en samt má ég kannski taka það sem dæmi. Hádegi. Grautur. 100 grömm af fiski, gjarnan feitum, 100 af kartöflum, 50 af hvoru gulrótum og gulrófum og matskeið af hrísgrjónum, soðið í könnubolla af vatni. Stappað með soðinu. Bætt við slatta af smjöri, tómatssósu, salti og kryddi. Síðdegi. Swiss Miss könnubolli, sneið af kornbrauði og rúgbrauði, ekki þó seyddu, ávaxataálegg eins og að morgni. Kvöld. Sænsk bollasúpa, til dæmis minestrone, tomat og basilika, svamp, frukt eða aðrar tegundir. Kornbrauðssneið og hálf eða heil sneið af seyddu rúgbrauði eftir þörfum, með ávaxtaáleggi. Og svo 10 mínútna liggjandi morgunleikfimi og síðar 20 mínútna ganga í góða veðrinu.“ Páll lýkur svo sínum pistli snaggaralega: „Aldrei svangur, alltaf 74,7 kg. Vesgú.“ Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það er aumingjaskapur að halda ekki líkamsþyngd sinni á réttu kílógrammi,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Páll segist aldrei svangur og alltaf 74,7 kíló. Ekki er víst að þessi setning falli í kramið meðal þeirra sem tala um fitufordóma og líkamsvirðingu á þeim nótum sem viðteknar mega teljast. En, öldungurinn Páll lætur það ekkert trufla sig, en slæ þó varnagla:Skammta sér matinn „Gallinn er sá að fæstum dettur í hug eina góða ráðið. Það er að skammta sér matinn. Ef þú skammast þín fyrir það skaltu hætta að lesa þetta, þangað til þér snýst hugur. Sjálfur hef ég ekki af neinu að gorta, hafandi ekki byrjað á þessari einföldu hugsun fyrr en seint og um síðir.“ Og ekkert vantar uppá góðar viðtökur. Rúmlega 200 manns hafa gefið til kynna að þeim líki vel boðskaður Páls, sem talar í lausnum og bendir á nokkrar reglur sem vert er að hafa í huga ef menn vilja halda sig við kjörþyngdina og fara ráðleggingar hans hér í heild sinni, uppskrift að heilsusamlegu lífi:Heilsureglur Páls „Reglulegar máltíðir, og ekkert át á milli mála er fyrsta reglan, og engin undanlátssemi við dálitla löngun í meira. Ég er ekki að halda að ykkur mínu mataræði, en samt má ég kannski taka það sem dæmi. Hádegi. Grautur. 100 grömm af fiski, gjarnan feitum, 100 af kartöflum, 50 af hvoru gulrótum og gulrófum og matskeið af hrísgrjónum, soðið í könnubolla af vatni. Stappað með soðinu. Bætt við slatta af smjöri, tómatssósu, salti og kryddi. Síðdegi. Swiss Miss könnubolli, sneið af kornbrauði og rúgbrauði, ekki þó seyddu, ávaxataálegg eins og að morgni. Kvöld. Sænsk bollasúpa, til dæmis minestrone, tomat og basilika, svamp, frukt eða aðrar tegundir. Kornbrauðssneið og hálf eða heil sneið af seyddu rúgbrauði eftir þörfum, með ávaxtaáleggi. Og svo 10 mínútna liggjandi morgunleikfimi og síðar 20 mínútna ganga í góða veðrinu.“ Páll lýkur svo sínum pistli snaggaralega: „Aldrei svangur, alltaf 74,7 kg. Vesgú.“
Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira