Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 11:00 Myndin sem vann í fyrra fór á forsíðu Veiðimannsins Það er algjörlega ómissandi að hafa myndavél með sér í veiðiferðina því góð mynd af þeim stóra sem þarf að sleppa er ómetanleg. Það er líka gaman að fanga eftirminnileg atvik til að skoða síðar eða mynda íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Veiðimaðurinn – málgagn stangveiðimanna - efnir til myndasamkeppni um bestu veiðimyndina frá ársvæðum SVFR sumarið 2016 líkt og síðasta sumar. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu blaðsins. Veiðimaðurinn hefur komið út frá árinu 1940 og hefur bæði frætt og kætt fjölmagar kynslóðir í meira en 75 ár. Myndir má senda á ritstjóra blaðsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com. Sigurmynd síðasta sumars tók Tryggvi Hilmarsson í Bjargstreng í Langá þann 11. september og prýddi hún forsíðu Veiðimannsins nr. 201 sem kom út í janúar. Þess má geta að sumarblað Veiðimannsins er á leið í prentun, hnausþykkt af spriklandi fersku efni fyrir stangveiðimenn. Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði
Það er algjörlega ómissandi að hafa myndavél með sér í veiðiferðina því góð mynd af þeim stóra sem þarf að sleppa er ómetanleg. Það er líka gaman að fanga eftirminnileg atvik til að skoða síðar eða mynda íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Veiðimaðurinn – málgagn stangveiðimanna - efnir til myndasamkeppni um bestu veiðimyndina frá ársvæðum SVFR sumarið 2016 líkt og síðasta sumar. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu blaðsins. Veiðimaðurinn hefur komið út frá árinu 1940 og hefur bæði frætt og kætt fjölmagar kynslóðir í meira en 75 ár. Myndir má senda á ritstjóra blaðsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com. Sigurmynd síðasta sumars tók Tryggvi Hilmarsson í Bjargstreng í Langá þann 11. september og prýddi hún forsíðu Veiðimannsins nr. 201 sem kom út í janúar. Þess má geta að sumarblað Veiðimannsins er á leið í prentun, hnausþykkt af spriklandi fersku efni fyrir stangveiðimenn.
Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði