Andstæða hamingjunnar María Elísabet Bragadóttir skrifar 8. júní 2016 07:00 Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun
Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun