50 laxa metopnun í Blöndu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2016 09:00 Árni Baldursson með lax úr Blöndu í dag Mynd: ÁB Met var slegið í Blöndu í gær á fyrsta degi þegar 50 laxar veiddust í ánni á aðeins fjórar stangir. Þetta er glæsilegasta opnun í Blöndu fyrr og síðar og eftir nokkra eftirgrennslan hefur ekki tekist að finna neinn opnunardag í ánni sem kemst nálægt þessu. Besta opnun sem Blöndumenn muna eftir var fyrir allmörgum árum þegar opnunarhollið tók 42 laxa á tveimur dögum en 50 laxar á einum degi er ekkert nema veisla og það á fyrsta degi. "Þetta er bara algjör bilun" sagði Vala Árnadóttir en hún var við Blöndu í gær. "Það er ótrúlegt að vera hérna í svona flottum skilyrðum, áin er hlý, veðrið er gott og það er bara mokveiði. Af þessum 50 löxum eru tveir smálaxar, hitt er allt stórlax sem kemur í svakalegu flottu ástandi úr sjó" sagði Vala ennfremur. Það er óhætt að segja að þetta spenni væntingarstuðulinn hátt fyrir komandi veiðitíma því til að setja þetta í smá samhengi t.d. í Blöndu þá er þetta ca. 1% af heildarveiðinni í fyrra sem veiddist í gær og aðaltíminn er ennþá eftir 2-3 vikur samkvæmt venjulegu dagatali og ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal er erfitt að ímynda sér hvernig framhaldið verður. Við þetta má bæta að í dag voru 165 laxar komnir í gegnum teljarann í Blöndu. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði
Met var slegið í Blöndu í gær á fyrsta degi þegar 50 laxar veiddust í ánni á aðeins fjórar stangir. Þetta er glæsilegasta opnun í Blöndu fyrr og síðar og eftir nokkra eftirgrennslan hefur ekki tekist að finna neinn opnunardag í ánni sem kemst nálægt þessu. Besta opnun sem Blöndumenn muna eftir var fyrir allmörgum árum þegar opnunarhollið tók 42 laxa á tveimur dögum en 50 laxar á einum degi er ekkert nema veisla og það á fyrsta degi. "Þetta er bara algjör bilun" sagði Vala Árnadóttir en hún var við Blöndu í gær. "Það er ótrúlegt að vera hérna í svona flottum skilyrðum, áin er hlý, veðrið er gott og það er bara mokveiði. Af þessum 50 löxum eru tveir smálaxar, hitt er allt stórlax sem kemur í svakalegu flottu ástandi úr sjó" sagði Vala ennfremur. Það er óhætt að segja að þetta spenni væntingarstuðulinn hátt fyrir komandi veiðitíma því til að setja þetta í smá samhengi t.d. í Blöndu þá er þetta ca. 1% af heildarveiðinni í fyrra sem veiddist í gær og aðaltíminn er ennþá eftir 2-3 vikur samkvæmt venjulegu dagatali og ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal er erfitt að ímynda sér hvernig framhaldið verður. Við þetta má bæta að í dag voru 165 laxar komnir í gegnum teljarann í Blöndu.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði