Öll eggin í sömu körfu Magnús Guðmundsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Lífið er saltfiskur. Eða var það að minnsta kosti um tíma á öldinni sem leið. Fyrir þann tíma var lífið kannski blessuð sauðkindin og seinna átti það eftir að verða bæði síld og loðna, uppgripin í kringum hernámið, virkjanir og stóriðja og þannig mætti áfram telja þó hér sé ekki hugað að réttri sögulegri röð. Í upphafi þessarar aldar var lífið peningar, en þeir voru þá upphaf og endir alls, en í dag eru það blessaðir ferðamennirnir sem flæða yfir landið. Saga atvinnustarfsemi á Íslandi er saga einsleitni í ætt við gullæðin í Ameríku hér forðum daga. Allar þessar bylgjur einsleitra atvinnuhátta og skyndigróðatækifæra þjóðarinnar eiga það svo sameiginlegt að byggjast á verðmætum þjóðarinnar. Landbúnaður og sjávarútvegur nýta landið og miðinn, orkubransinn fallvötnin okkar, ferðamennirnir sækja í náttúrufegurðina og bankarnir sem mörkuðu upphaf útrásarinnar voru eitt sinn í eigu þjóðarinnar sem hefur stundum notið góðs af en stundum ekki og þá reyndar með herfilegum afleiðingum fyrir heimilin í landinu. Einsleitni er ekki góð. Það ætti þjóðin að hafa lært á nokkuð löngum ferli sem einkennist af röð endurtekinna mistaka. Við hrunið 2008 gafst okkur einstakt tækifæri til þess að læra af reynslunni og fyrir það nám borgaði þjóðin, einkum heimili landsmanna, fádæma háar fjárhæðir. En allt kom fyrir ekki, þjóðin virðist skítfallin á prófinu, og ferðamennskan er fyrir lifandis löngu orðin að nýjasta æðinu þar sem allir ætla að verða rosalega ríkir alveg svakalega hratt. Einsleitnin blómstrar eins og lúpína í löngu græddu landi og enginn virðist fá neitt við ráðið. Ef ekki á illa að fara, eins og til að mynda í hruninu, þarf margt að breytast. Stjórnvöld, ríki og borg, virðast ekki ráða við að hemja þá ofuráherslu sem er á fjárfestingar í ferðaþjónustu og hvað þá að sjá til þess að atvinnugreinin greiði með beinum hætti fyrir uppbyggingu og aðbúnað. Þessu þarf að breyta. En það þarf þó fyrst og fremst að breyta þeirri hugsun sem liggur að baki. Þeirri hugsun að þenslan í þessum geira sé á pari við útþenslu alheimsins og að aldrei að eilífu verði endalokin á okkar herðum. Nú þegar líður að kosningum til forseta Íslands innan tíðar og til Alþingis í haust þurfum við að horfa til fólks með skýra en fjölbreytta sýn á atvinnulíf og möguleika til uppbyggingar. Við þurfum fólk sem sér sóknarfæri í menntun og menningu, hönnun, listum, tækni og nýsköpun og öllu því sem hefur fyrir löngu sannað sig sem þetta eitthvað annað. Þetta eitthvað annað er framtíðin og öll þau stjórnmál og sú hugsun sem kennir sig við fortíðina þarf að heyra sögunni til. Það er gott að geta lært af sögunni en verra að leitast við að endurtaka hana í sífellu með öll eggin í sömu körfu þar til allt fer á hausinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Lífið er saltfiskur. Eða var það að minnsta kosti um tíma á öldinni sem leið. Fyrir þann tíma var lífið kannski blessuð sauðkindin og seinna átti það eftir að verða bæði síld og loðna, uppgripin í kringum hernámið, virkjanir og stóriðja og þannig mætti áfram telja þó hér sé ekki hugað að réttri sögulegri röð. Í upphafi þessarar aldar var lífið peningar, en þeir voru þá upphaf og endir alls, en í dag eru það blessaðir ferðamennirnir sem flæða yfir landið. Saga atvinnustarfsemi á Íslandi er saga einsleitni í ætt við gullæðin í Ameríku hér forðum daga. Allar þessar bylgjur einsleitra atvinnuhátta og skyndigróðatækifæra þjóðarinnar eiga það svo sameiginlegt að byggjast á verðmætum þjóðarinnar. Landbúnaður og sjávarútvegur nýta landið og miðinn, orkubransinn fallvötnin okkar, ferðamennirnir sækja í náttúrufegurðina og bankarnir sem mörkuðu upphaf útrásarinnar voru eitt sinn í eigu þjóðarinnar sem hefur stundum notið góðs af en stundum ekki og þá reyndar með herfilegum afleiðingum fyrir heimilin í landinu. Einsleitni er ekki góð. Það ætti þjóðin að hafa lært á nokkuð löngum ferli sem einkennist af röð endurtekinna mistaka. Við hrunið 2008 gafst okkur einstakt tækifæri til þess að læra af reynslunni og fyrir það nám borgaði þjóðin, einkum heimili landsmanna, fádæma háar fjárhæðir. En allt kom fyrir ekki, þjóðin virðist skítfallin á prófinu, og ferðamennskan er fyrir lifandis löngu orðin að nýjasta æðinu þar sem allir ætla að verða rosalega ríkir alveg svakalega hratt. Einsleitnin blómstrar eins og lúpína í löngu græddu landi og enginn virðist fá neitt við ráðið. Ef ekki á illa að fara, eins og til að mynda í hruninu, þarf margt að breytast. Stjórnvöld, ríki og borg, virðast ekki ráða við að hemja þá ofuráherslu sem er á fjárfestingar í ferðaþjónustu og hvað þá að sjá til þess að atvinnugreinin greiði með beinum hætti fyrir uppbyggingu og aðbúnað. Þessu þarf að breyta. En það þarf þó fyrst og fremst að breyta þeirri hugsun sem liggur að baki. Þeirri hugsun að þenslan í þessum geira sé á pari við útþenslu alheimsins og að aldrei að eilífu verði endalokin á okkar herðum. Nú þegar líður að kosningum til forseta Íslands innan tíðar og til Alþingis í haust þurfum við að horfa til fólks með skýra en fjölbreytta sýn á atvinnulíf og möguleika til uppbyggingar. Við þurfum fólk sem sér sóknarfæri í menntun og menningu, hönnun, listum, tækni og nýsköpun og öllu því sem hefur fyrir löngu sannað sig sem þetta eitthvað annað. Þetta eitthvað annað er framtíðin og öll þau stjórnmál og sú hugsun sem kennir sig við fortíðina þarf að heyra sögunni til. Það er gott að geta lært af sögunni en verra að leitast við að endurtaka hana í sífellu með öll eggin í sömu körfu þar til allt fer á hausinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní 2016.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun