Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. júní 2016 12:32 Prins Póló, frá toppi til táar. Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í gær. Óhætt er að fullyrða að textainnihaldið sé með því skemmtilegra. Lagið heitir Læda Slæda og erindin fjalla öll um afar óheppilegar aðstæður. Þannig fjallar fyrsta erindið um þá miður skemmtilegu reynslu að átta sig á því að salernispappírinn er búinn þegar maður hefur lokið við að tefla við páfann. „Ég er búinn að lúra á þessu í smá tíma en ég bara gleymdi að gefa þetta út. Ég ákvað bara að nýta þennan föstudag í það,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson sem umbreytist í Prins Póló þegar hann setur upp pappírskórónuna.Uppsöfnuð reiðisköstPrins Póló hefur verði að birta vefþættina Hangsað og danglað með prinsinum á tónlistarvefnum Albumm.is. Annar þáttur þeirra þáttaraðar hóf Prinsinn á klósettinu þar sem hann fór með fyrsta erindi lagsins. „Þetta er uppsöfnuð gremjuköst sem koma þarna fram. Maður situr einhvers staðar og er búinn að ljúka sér af. Maður teygir sig í klósettpappírinn og grípur í tómt. Maður getur ekki kallað á neinn til þess að sækja pappírinn sem er svo kannski út í bílskúr eða bara ekki til. Maðurinn á undan þér hugsaði ekkert út í þetta.“ Í öðru erindi lagsins er fjallað um það þegar maður stendur í langri röð að afgreiðslukassanum í matvöruverslun þegar kassinn við hliðina á opnar skyndilega. „Svo opnast kassinn við hliðina og allir fyrir aftan þig rjúka þangað. Fá svo afgreiðslu langt á undan þér og þú kannski að flýta þér eitthvað annað. Það er svo mikilvægt að láta þessa hluti slæda. Láta þessa hluti ekki gera sig alveg tjúllaðan.“ Vonandi lærir Prinsinn af reynslunni og athugar með klósettpappírinn næst áður en hann sest á dolluna. Með honum í laginu eru þeir Flex og Benni Hemm Hemm sem leikur á hljómborð og syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan;Hér er svo texti lagsins í heild sinni;Ég sit hérna á klósettinu og er að skeina mér, og af lyktinni að dæma þá var var einhver hérna á undan mér, sem kláraði allan pappírinn beint á rassinn sinn, en setti ekki aðra rúllu á klósettpappírsstandinn. Þannig að mér er skapi næst að ganga berserksgang, fara með buxurnar á hælunum fram á gang, og taka þennan skítabuxa upp á eyrunum, og sýna honum brot af mínum myrkustu hugsunum.Nú er eg er kominn upp í Skeifu, með stefnuljósið á. Ég ætla að leggja í þetta stæði, þetta er stæði sem ég á. En þá kemur einhver fauti og leggur beint í það, hann lætur bara alveg eins og hann eigi það. Það sem mér dettur helst í hug er að gefa allt í botn og þruma beint í hliðina á honum, ég veit það verður vont, klessukeyra drusluna, keyra allt í spað, en þá fæ ég skínandi uppljómun og vitiði hvað...Ég læt það slæda….Klukkan er orðin sjö og ég ætla að horfa á fréttirnar, en þegar ég kveiki á sjónvarpinu þá eru þær búnar, Þeim hafði verði flýtt vegna stórmerkilegrar, og bráðnauðsynlegrar beinnar útsendingar. Mig langar mest til að taka imbakassann minn, og fleygja honum út fyrir sjóndeildarhringinn, en þá man ég eftir því að afborganirnar, af heimilistryggingunum eru gjaldfallnar.Svo ég læt það slædaÉg er staddur út í búð að kaupa inn, röðin er svo löng og bara einn kassi opinn, en þá opnast skyndilega kassinn við hliðina, og gaurinn fyrir aftan mig er kominn fremstur í röðina. Mér er skapi næst að skella honum beint á andlitið, lárétt og löðurmannlega á færibandið, setja svo poka utan um hausinn hans, og senda hann rakleiðs til skrattans.en ég læda slædaHér er svo annar þáttur af Hangsað og danglað með Prinsinum þar sem hann fer með ljóðið á klósettinu; Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í gær. Óhætt er að fullyrða að textainnihaldið sé með því skemmtilegra. Lagið heitir Læda Slæda og erindin fjalla öll um afar óheppilegar aðstæður. Þannig fjallar fyrsta erindið um þá miður skemmtilegu reynslu að átta sig á því að salernispappírinn er búinn þegar maður hefur lokið við að tefla við páfann. „Ég er búinn að lúra á þessu í smá tíma en ég bara gleymdi að gefa þetta út. Ég ákvað bara að nýta þennan föstudag í það,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson sem umbreytist í Prins Póló þegar hann setur upp pappírskórónuna.Uppsöfnuð reiðisköstPrins Póló hefur verði að birta vefþættina Hangsað og danglað með prinsinum á tónlistarvefnum Albumm.is. Annar þáttur þeirra þáttaraðar hóf Prinsinn á klósettinu þar sem hann fór með fyrsta erindi lagsins. „Þetta er uppsöfnuð gremjuköst sem koma þarna fram. Maður situr einhvers staðar og er búinn að ljúka sér af. Maður teygir sig í klósettpappírinn og grípur í tómt. Maður getur ekki kallað á neinn til þess að sækja pappírinn sem er svo kannski út í bílskúr eða bara ekki til. Maðurinn á undan þér hugsaði ekkert út í þetta.“ Í öðru erindi lagsins er fjallað um það þegar maður stendur í langri röð að afgreiðslukassanum í matvöruverslun þegar kassinn við hliðina á opnar skyndilega. „Svo opnast kassinn við hliðina og allir fyrir aftan þig rjúka þangað. Fá svo afgreiðslu langt á undan þér og þú kannski að flýta þér eitthvað annað. Það er svo mikilvægt að láta þessa hluti slæda. Láta þessa hluti ekki gera sig alveg tjúllaðan.“ Vonandi lærir Prinsinn af reynslunni og athugar með klósettpappírinn næst áður en hann sest á dolluna. Með honum í laginu eru þeir Flex og Benni Hemm Hemm sem leikur á hljómborð og syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan;Hér er svo texti lagsins í heild sinni;Ég sit hérna á klósettinu og er að skeina mér, og af lyktinni að dæma þá var var einhver hérna á undan mér, sem kláraði allan pappírinn beint á rassinn sinn, en setti ekki aðra rúllu á klósettpappírsstandinn. Þannig að mér er skapi næst að ganga berserksgang, fara með buxurnar á hælunum fram á gang, og taka þennan skítabuxa upp á eyrunum, og sýna honum brot af mínum myrkustu hugsunum.Nú er eg er kominn upp í Skeifu, með stefnuljósið á. Ég ætla að leggja í þetta stæði, þetta er stæði sem ég á. En þá kemur einhver fauti og leggur beint í það, hann lætur bara alveg eins og hann eigi það. Það sem mér dettur helst í hug er að gefa allt í botn og þruma beint í hliðina á honum, ég veit það verður vont, klessukeyra drusluna, keyra allt í spað, en þá fæ ég skínandi uppljómun og vitiði hvað...Ég læt það slæda….Klukkan er orðin sjö og ég ætla að horfa á fréttirnar, en þegar ég kveiki á sjónvarpinu þá eru þær búnar, Þeim hafði verði flýtt vegna stórmerkilegrar, og bráðnauðsynlegrar beinnar útsendingar. Mig langar mest til að taka imbakassann minn, og fleygja honum út fyrir sjóndeildarhringinn, en þá man ég eftir því að afborganirnar, af heimilistryggingunum eru gjaldfallnar.Svo ég læt það slædaÉg er staddur út í búð að kaupa inn, röðin er svo löng og bara einn kassi opinn, en þá opnast skyndilega kassinn við hliðina, og gaurinn fyrir aftan mig er kominn fremstur í röðina. Mér er skapi næst að skella honum beint á andlitið, lárétt og löðurmannlega á færibandið, setja svo poka utan um hausinn hans, og senda hann rakleiðs til skrattans.en ég læda slædaHér er svo annar þáttur af Hangsað og danglað með Prinsinum þar sem hann fer með ljóðið á klósettinu;
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp