23 laxar farnir í gegnum teljarann í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2016 13:00 Laxi sleppt í Damminum í Blöndu. Mynd: Lax-Á Blanda opnar á laugardaginn 5. júní og það er ekki laust við að mikil spenna sé að myndast fyrir þessum fyrsta veiðidegi í ánni á þessu tímabili. Það hafa þegar sést laxar í ánni og hafa þeir verið duglegir að sýna sig í Damminum en einnig hafa nokkrir sést stökkva á Breiðunni. Eftir að teljarinn fór niður hafa 23 laxar farið í gegn á efri svæðin og gefur það góð fyrirheit um að efri svæðin verði fljót í gang en þau opna ekki fyrr en 20. júní. Svæði II hefur til að mynda verið mismikið stundað en þeir sem fá leiðbeiningar um svæðið eru yfirleitt fljótir að setja í lax. Þarna er mikið af flottum breiðum og geysilega skemmtilegt að kasta flugu. Þess má þó geta að þarna má líka veiða á maðk og spún. Eitthvað er laust í Blöndu viku eftir opnun á svæði I og eins má finna daga á Svæðum II-III og IV og ef grunur manna sem þekkja Blöndu vel reynist réttur stefnir í gott sumar í ánni. Það sem gerir veiðina í Blöndu eftirsóknarverða, eins og víða í ánum á norðurlandi, er að meðalþyngdin er hærri en í ánum á suður og vesturlandi og þarna er stórlaxahlutfallið mjög gott. Heildarveiðin í Blöndu í fyrra var 4829 laxar. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði
Blanda opnar á laugardaginn 5. júní og það er ekki laust við að mikil spenna sé að myndast fyrir þessum fyrsta veiðidegi í ánni á þessu tímabili. Það hafa þegar sést laxar í ánni og hafa þeir verið duglegir að sýna sig í Damminum en einnig hafa nokkrir sést stökkva á Breiðunni. Eftir að teljarinn fór niður hafa 23 laxar farið í gegn á efri svæðin og gefur það góð fyrirheit um að efri svæðin verði fljót í gang en þau opna ekki fyrr en 20. júní. Svæði II hefur til að mynda verið mismikið stundað en þeir sem fá leiðbeiningar um svæðið eru yfirleitt fljótir að setja í lax. Þarna er mikið af flottum breiðum og geysilega skemmtilegt að kasta flugu. Þess má þó geta að þarna má líka veiða á maðk og spún. Eitthvað er laust í Blöndu viku eftir opnun á svæði I og eins má finna daga á Svæðum II-III og IV og ef grunur manna sem þekkja Blöndu vel reynist réttur stefnir í gott sumar í ánni. Það sem gerir veiðina í Blöndu eftirsóknarverða, eins og víða í ánum á norðurlandi, er að meðalþyngdin er hærri en í ánum á suður og vesturlandi og þarna er stórlaxahlutfallið mjög gott. Heildarveiðin í Blöndu í fyrra var 4829 laxar.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði