Norðurá opnar á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2016 11:00 Norðurá opnar í fyrramálið Mynd úr safni Norðurá opnar í fyrramálið og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna í loftinu enda fyrstu laxarnir þegar búnir að sýna sig í ánni. Það verða stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundssson sem opna ánna þetta árið en síðan Einar Sigfússon tók við ánni hefur það orðið að skemmtilegri hefð að þekktir Íslendingar taki þar fyrstu köstin. Veiðin í Norðurá var eins og annars staðar mjög góð í fyrrasumar en þá veiddust 2886 laxar í ánni sem þó fór vel af stað eftir kalt vor. Það er mikill munur á aðstæðum núna og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður fyrsta daginn þar sem það spáir björtum og hlýjum degi á morgun. Lax hefur sést á nokkrum stöðum í Norðurá t.d. í Stekk, Laxfossi, Brotinu, Eyrinni og Hvarahyl svo það gæti verið nokkuð af laxi þegar gegnin í ánna. Við verðum vonandi með fyrstu tölur úr Norðurá fyrir hádegi á morgun Mest lesið Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Laxinn mættur í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Glæsileg yfirhalning hjá Veiðivon Veiði Sonur borgarstjórans stelur senunni Veiði
Norðurá opnar í fyrramálið og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna í loftinu enda fyrstu laxarnir þegar búnir að sýna sig í ánni. Það verða stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundssson sem opna ánna þetta árið en síðan Einar Sigfússon tók við ánni hefur það orðið að skemmtilegri hefð að þekktir Íslendingar taki þar fyrstu köstin. Veiðin í Norðurá var eins og annars staðar mjög góð í fyrrasumar en þá veiddust 2886 laxar í ánni sem þó fór vel af stað eftir kalt vor. Það er mikill munur á aðstæðum núna og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður fyrsta daginn þar sem það spáir björtum og hlýjum degi á morgun. Lax hefur sést á nokkrum stöðum í Norðurá t.d. í Stekk, Laxfossi, Brotinu, Eyrinni og Hvarahyl svo það gæti verið nokkuð af laxi þegar gegnin í ánna. Við verðum vonandi með fyrstu tölur úr Norðurá fyrir hádegi á morgun
Mest lesið Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Laxinn mættur í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Glæsileg yfirhalning hjá Veiðivon Veiði Sonur borgarstjórans stelur senunni Veiði