Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi tengdu losun fjármagnshafta. vísir/Eyþór Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira