Stór BMW 8-lína á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 09:47 BMW 8-línu bílarnir sem smíðaðir voru frá 1989 til 1999 voru gullfallegir bílar. Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent