Hildur: Glamúr Pálína ein í heiminum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júní 2016 12:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira