Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2016 19:30 Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Sjá meira
Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Sjá meira