Steinrósirnar ná blóma Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. júní 2016 11:33 Sumarið er komið og loksins virðast Steinrósirnar ætla að springa út. Nú er liðinn mánuður síðan breska hljómsveitin The Stone Roses rauf tuttugu ára útgáfuþögn með laginu All for One. Það lag hefur hlotið sæmilegustu viðtökur á meðal aðdáenda sem bíða spenntir eftir þriðju plötu sveitarinnar. Í dag sleppti sveitin svo öðru lagi af plötunni og aðdáendur virðast vera að missa sig. Lagið heitir Beautiful Thing og ber yfir sér sama fersklega og fegurð og öll bestu verk þeirra til þessa. Nokkur leynd hefur verið yfir nýju breiðskífunni en talið er að hún komi út í sumar þar sem sveitin hefur bókað sig á nokkrar af stærri tónleikahátíðum ársins. Sveitin hefur ekki gefið neinn fyrirvara áður en nýju lögunum tveimur hafa birst á YouTube. Það má því vel vera að platan komi út án tilkynningar. Aðdáendur óttast margir að samstarfið renni í sandinn því í fjölda mörg ár töluðu liðsmenn ekki saman. Svo fór allt í bál og brand aftur eftir að sveitin kom saman fyrir nokkra tónleika árið 2011. En miðað við þetta nýjasta lag þá er greinilega kominn tími til þess að rífa fram Stussy hettupeysuna og pokabuxurnar. Það má heyra hér að ofan. Tónlist Tengdar fréttir Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33 Fyrsta lag The Stone Roses í 20 ár komið út Breska rokksveitin rauf óvænt langa útgáfuþögn í dag með laginu All for One. 12. maí 2016 23:58 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sumarið er komið og loksins virðast Steinrósirnar ætla að springa út. Nú er liðinn mánuður síðan breska hljómsveitin The Stone Roses rauf tuttugu ára útgáfuþögn með laginu All for One. Það lag hefur hlotið sæmilegustu viðtökur á meðal aðdáenda sem bíða spenntir eftir þriðju plötu sveitarinnar. Í dag sleppti sveitin svo öðru lagi af plötunni og aðdáendur virðast vera að missa sig. Lagið heitir Beautiful Thing og ber yfir sér sama fersklega og fegurð og öll bestu verk þeirra til þessa. Nokkur leynd hefur verið yfir nýju breiðskífunni en talið er að hún komi út í sumar þar sem sveitin hefur bókað sig á nokkrar af stærri tónleikahátíðum ársins. Sveitin hefur ekki gefið neinn fyrirvara áður en nýju lögunum tveimur hafa birst á YouTube. Það má því vel vera að platan komi út án tilkynningar. Aðdáendur óttast margir að samstarfið renni í sandinn því í fjölda mörg ár töluðu liðsmenn ekki saman. Svo fór allt í bál og brand aftur eftir að sveitin kom saman fyrir nokkra tónleika árið 2011. En miðað við þetta nýjasta lag þá er greinilega kominn tími til þess að rífa fram Stussy hettupeysuna og pokabuxurnar. Það má heyra hér að ofan.
Tónlist Tengdar fréttir Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33 Fyrsta lag The Stone Roses í 20 ár komið út Breska rokksveitin rauf óvænt langa útgáfuþögn í dag með laginu All for One. 12. maí 2016 23:58 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33
Fyrsta lag The Stone Roses í 20 ár komið út Breska rokksveitin rauf óvænt langa útgáfuþögn í dag með laginu All for One. 12. maí 2016 23:58
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“