Þjóðsöngurinn Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Ég hef lítið vit á fótbolta en ég hef fylgst vel með gengi íslenska landsliðsins á EM. Í mörgum aðstæðum hef ég stáltaugar en þegar kemur að því að horfa á landsliðið keppa næ ég að sjá þegar liðið stillir sér upp við innganginn og horfa á þegar hetjurnar leiða börnin inn en meira ræð ég varla við. Í fyrsta leiknum þekkti ég Ronaldo í sjón af því að hann þykir einn fallegasti karlmaður í heimi og svo þekki ég Aron fyrirliða með nafni af því að ég skírði hjá honum barn. Svo þegar ég horfi á Heimi þjálfara finnst mér ég nú alltaf þekkja hann því ég var prestur í Landakirkju í Eyjum þar sem afi hans var meðhjálpari í meira en 40 ár, pabbi hans söng í kórnum með sinni ógleymanlegu bassarödd og eldri bróðir hans hefur verið þar farsæll kirkjuhaldari árum saman. Svona er litla Ísland. Þegar leikir hefjast rís ég á fætur með taugarnar þandar og fer að setja í vél, brjóta saman úr þurrkaranum eða eitthvað annað sem róar mig. En fyrst kemur þó stundin sem ég vil ekki missa af; þegar leikvangurinn fyllist af íslenska þjóðsöngnum. Þá leyfi ég mér að gráta. Ekki af þjóðernisstolti, því það er ekki inntak þjóðsöngsins þótt ég sé sannarlega stolt þegar ég horfi á þessa drengilegu íþróttamenn okkar sem hafa náð að heila alla þjóðina í sumar. Þjóðsöngurinn er lofsöngur til lífsins og Guðs eins og hver skilgreinir hann í sínu hjarta. Enginn herskár mars heldur auðmýkt og fegurð, þar sem manneskjan stendur í smæð sinni og undrun frammi fyrir sólkerfum himna og þúsundum ára og er einmitt þess vegna fær um að halda einbeitingu, líka á risavöxnum knattspyrnuvelli andspænis milljónaþjóðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun
Ég hef lítið vit á fótbolta en ég hef fylgst vel með gengi íslenska landsliðsins á EM. Í mörgum aðstæðum hef ég stáltaugar en þegar kemur að því að horfa á landsliðið keppa næ ég að sjá þegar liðið stillir sér upp við innganginn og horfa á þegar hetjurnar leiða börnin inn en meira ræð ég varla við. Í fyrsta leiknum þekkti ég Ronaldo í sjón af því að hann þykir einn fallegasti karlmaður í heimi og svo þekki ég Aron fyrirliða með nafni af því að ég skírði hjá honum barn. Svo þegar ég horfi á Heimi þjálfara finnst mér ég nú alltaf þekkja hann því ég var prestur í Landakirkju í Eyjum þar sem afi hans var meðhjálpari í meira en 40 ár, pabbi hans söng í kórnum með sinni ógleymanlegu bassarödd og eldri bróðir hans hefur verið þar farsæll kirkjuhaldari árum saman. Svona er litla Ísland. Þegar leikir hefjast rís ég á fætur með taugarnar þandar og fer að setja í vél, brjóta saman úr þurrkaranum eða eitthvað annað sem róar mig. En fyrst kemur þó stundin sem ég vil ekki missa af; þegar leikvangurinn fyllist af íslenska þjóðsöngnum. Þá leyfi ég mér að gráta. Ekki af þjóðernisstolti, því það er ekki inntak þjóðsöngsins þótt ég sé sannarlega stolt þegar ég horfi á þessa drengilegu íþróttamenn okkar sem hafa náð að heila alla þjóðina í sumar. Þjóðsöngurinn er lofsöngur til lífsins og Guðs eins og hver skilgreinir hann í sínu hjarta. Enginn herskár mars heldur auðmýkt og fegurð, þar sem manneskjan stendur í smæð sinni og undrun frammi fyrir sólkerfum himna og þúsundum ára og er einmitt þess vegna fær um að halda einbeitingu, líka á risavöxnum knattspyrnuvelli andspænis milljónaþjóðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní 2016
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun