Bókavörður ferðast út í geiminn 28. júní 2016 09:30 Strákarnir í One Week Wonder ætla sér að gefa út EP-plötu í ágúst. Vísir/Anton Brink Þetta myndband segir söguna af manni sem starfar sem bókavörður á bókasafni. Hann er svolítið örvæntingarfullur og myndi gera hvað sem er til að öðlast frægð og frama. Hann bregður því á það ráð að fljúga með bókasafnið sem hann starfar á til Mars. Myndbandið er í raun og veru ferðalagið hans í gegnum þetta. Leikstjórinn er Baldvin Albertsson. Þetta er tekið upp í Norræna húsinu á bókasafninu þar. „Ógeðslega flott bókasafn,“ segir Helgi Kristjánsson, trommari sveitarinnar One Week Wonder, sem sendir frá sér sitt fyrsta myndband í kvöld við lagið Mars og mun halda upp á það með pomp og prakt í Bíói Paradís. Í myndbandinu kemur fyrir ansi sérstakur geimbúningur, hver er saga hans? „Þessi geimbúningur er kínverskur háloftabúningur fyrir herþotuflugmenn sem fljúga í mikilli hæð og þurfa að vera í sérstökum þrýstingsbúningi. Þetta er gamall búningur sem við létum flytja inn sérstaklega fyrir myndbandið, keyptur á eBay. Það var brjálæðislega mikil fúkkalykt af honum þegar hann kom – og er enn.“ Bandið er frekar nýlegt tríó skipað auk Helga þeim Árna Guðjónssyni og Magnúsi Benedikt Sigurðssyni. Þeir segjast vera undir áhrifum frá Pink Floyd, Air og ítalska tónskáldinu Ennio Morricone sem er hvað þekktastur fyrir að gæða spagettívestra Sergio Leone lífi með epískri tónlist sinni.Helgi í hlutverki sínu sem bókavörðurinn örvæntingarfulli að klæða sig í kínverska háloftabúninginn.„Þetta er splunkunýtt band. Við höfum ekkert verið sérstaklega virkir. Við sem sagt bjuggum saman í Berlín og tókum upp tíu lög þar og ætlum að gefa fimm þeirra út núna í ágúst sem EP-plötu og svo sjáum við hvað gerist í framhaldi af því. Nafnið One Week Wonder kom þannig til að Árni Guðjónsson og Magnús Benedikt ætluðu að stofna hljómsveit sem myndi senda frá sér einn smell í viku og þess vegna varð nafnið One Week Wonder og það festist við bandið. Við fórum svo að pæla í allt öðrum hlutum.“ Myndbandið verður frumsýnt í kvöld klukkan 21.30 í Bíói Paradís og auðvitað mun One Week Wonder taka lagið og Valborg Ólafsdóttir, Voice-þátttakandi, mun einnig koma fram. Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þetta myndband segir söguna af manni sem starfar sem bókavörður á bókasafni. Hann er svolítið örvæntingarfullur og myndi gera hvað sem er til að öðlast frægð og frama. Hann bregður því á það ráð að fljúga með bókasafnið sem hann starfar á til Mars. Myndbandið er í raun og veru ferðalagið hans í gegnum þetta. Leikstjórinn er Baldvin Albertsson. Þetta er tekið upp í Norræna húsinu á bókasafninu þar. „Ógeðslega flott bókasafn,“ segir Helgi Kristjánsson, trommari sveitarinnar One Week Wonder, sem sendir frá sér sitt fyrsta myndband í kvöld við lagið Mars og mun halda upp á það með pomp og prakt í Bíói Paradís. Í myndbandinu kemur fyrir ansi sérstakur geimbúningur, hver er saga hans? „Þessi geimbúningur er kínverskur háloftabúningur fyrir herþotuflugmenn sem fljúga í mikilli hæð og þurfa að vera í sérstökum þrýstingsbúningi. Þetta er gamall búningur sem við létum flytja inn sérstaklega fyrir myndbandið, keyptur á eBay. Það var brjálæðislega mikil fúkkalykt af honum þegar hann kom – og er enn.“ Bandið er frekar nýlegt tríó skipað auk Helga þeim Árna Guðjónssyni og Magnúsi Benedikt Sigurðssyni. Þeir segjast vera undir áhrifum frá Pink Floyd, Air og ítalska tónskáldinu Ennio Morricone sem er hvað þekktastur fyrir að gæða spagettívestra Sergio Leone lífi með epískri tónlist sinni.Helgi í hlutverki sínu sem bókavörðurinn örvæntingarfulli að klæða sig í kínverska háloftabúninginn.„Þetta er splunkunýtt band. Við höfum ekkert verið sérstaklega virkir. Við sem sagt bjuggum saman í Berlín og tókum upp tíu lög þar og ætlum að gefa fimm þeirra út núna í ágúst sem EP-plötu og svo sjáum við hvað gerist í framhaldi af því. Nafnið One Week Wonder kom þannig til að Árni Guðjónsson og Magnús Benedikt ætluðu að stofna hljómsveit sem myndi senda frá sér einn smell í viku og þess vegna varð nafnið One Week Wonder og það festist við bandið. Við fórum svo að pæla í allt öðrum hlutum.“ Myndbandið verður frumsýnt í kvöld klukkan 21.30 í Bíói Paradís og auðvitað mun One Week Wonder taka lagið og Valborg Ólafsdóttir, Voice-þátttakandi, mun einnig koma fram.
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“