Ég er expressionisti, vinn hratt og nota liti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 09:15 "Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar. Þá fá þær öðruvísi líf en í stúdíóinu,“ segir Sævar Karl sem hér er í vinnustofu sinni. Vísir/Anton Brink „Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp