Top Gear USA hætt Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 14:23 Rutledge Wood, Tanner Foust og Adam Ferrara í Top Gear USA. Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir? Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir?
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent