Kosningauppeldi Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. júní 2016 00:00 Ég er algjört kosninganörd. Kjördagur er hátíðisdagur hjá fjölskyldunni. Við klæðum okkur upp á, skundum á kjörstað og höldum veislu að kvöldi. Stórfjölskyldan kemur saman og skráir samviskusamlega nýjustu tölur frá kjörstjórnum og svo er beðið framundir morgun eftir síðustu tölum úr Reykjavík. Krakkarnir mínir hafa vanist því að fjölskyldan taki kosningaréttinn alvarlega en þau hafa líka alist upp við skoðanaskipti, að það kjósi ekki allir það sama og að stundum séu pabbi og mamma himinlifandi eða rasandi bit yfir niðurstöðunum nú eða jafnvel mjög sátt þó að þeirra flokkur, fylking eða fólk hafi beðið lægri hlut. Dræm kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni um alla veröld. Í kosningunum í Bretlandi á dögunum um útgöngu Breta úr ESB mætti unga fólkið ekki á kjörstað og hafði fjarvera þess afgerandi áhrif á niðurstöðurnar. Meirihluti unga fólksins virtist fylgjandi áframhaldandi veru í sambandinu en mætti svo ekkert á kjörstað þó að niðurstaðan hefði líkast til mun meiri áhrif á þeirra framtíð en þeirra sem eldri eru. Það þarf að ala börn upp í virkri kosningaþátttöku og þar eigum við að byrja strax í grunnskóla. Kennum þeim á kosningakerfið, hvernig lýðræðið virkar og hvaða áhrif það hefur að taka ekki þátt. Látum af þeim ósið að banna kosningaumræður í menntaskólum í aðdraganda kosninga enda dynur margt verra á ungu fólki í dag en fólk í framboði með skoðanir á hinu og þessu. Kosningaréttur er grundvallarréttur sem ber að hafa í heiðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Ég er algjört kosninganörd. Kjördagur er hátíðisdagur hjá fjölskyldunni. Við klæðum okkur upp á, skundum á kjörstað og höldum veislu að kvöldi. Stórfjölskyldan kemur saman og skráir samviskusamlega nýjustu tölur frá kjörstjórnum og svo er beðið framundir morgun eftir síðustu tölum úr Reykjavík. Krakkarnir mínir hafa vanist því að fjölskyldan taki kosningaréttinn alvarlega en þau hafa líka alist upp við skoðanaskipti, að það kjósi ekki allir það sama og að stundum séu pabbi og mamma himinlifandi eða rasandi bit yfir niðurstöðunum nú eða jafnvel mjög sátt þó að þeirra flokkur, fylking eða fólk hafi beðið lægri hlut. Dræm kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni um alla veröld. Í kosningunum í Bretlandi á dögunum um útgöngu Breta úr ESB mætti unga fólkið ekki á kjörstað og hafði fjarvera þess afgerandi áhrif á niðurstöðurnar. Meirihluti unga fólksins virtist fylgjandi áframhaldandi veru í sambandinu en mætti svo ekkert á kjörstað þó að niðurstaðan hefði líkast til mun meiri áhrif á þeirra framtíð en þeirra sem eldri eru. Það þarf að ala börn upp í virkri kosningaþátttöku og þar eigum við að byrja strax í grunnskóla. Kennum þeim á kosningakerfið, hvernig lýðræðið virkar og hvaða áhrif það hefur að taka ekki þátt. Látum af þeim ósið að banna kosningaumræður í menntaskólum í aðdraganda kosninga enda dynur margt verra á ungu fólki í dag en fólk í framboði með skoðanir á hinu og þessu. Kosningaréttur er grundvallarréttur sem ber að hafa í heiðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun