Útganga Breta áfall fyrir heimsbyggðina að mati formanns Viðreisnar Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 13:09 Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta. Vísir/Stefán „Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“ Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49