66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2016 10:00 Stórlax úr Hnausastreng í Vatnsdalsá í opnunarhollinu. Mynd: Vatnsdalsa.is FB Vatnsdalsá bætist nú á listann yfir laxveiðiárnar sem opna á nýju meti en veiðitalan úr ánni rétt ca. 5% af heildarveiðinni í fyrra. Það kannski setur hlutina í samhengi þegar leikmaðurinn veltir því fyrir sér hvort 66 laxar sé mikið eða lítið að 5% veiði á fyrstu dögunum sé 5% af heildarveiði ársins 2015 sem var eitt besta veiðiár fyrr og síðar. Til að toppa þetta í Vatnsdalsá þá voru 22 laxar 90 sm eða stærri og það er líklega engin á sem hefur náð víðlíka stórlaxastærðum ennþá í þessum hlutföllum. Það er kominn fiskur um alla á og sumir veiðistaðir orðnir það þéttir að það er engu líkara en veitt sé um miðjan júlí. Besta veiðin var í Vatnsdalsá 2009 en þá veiddust 1520 laxar í ánni. Byrjunin á því ári var ekki nema brot af þessari opnun og fyrir norðan eins og annars staðar við bakkana þessa dagana spyrna veiðimenn sig þeirrar spurningar hvernig þetta sumar verður ef smálaxagöngurnar verða í takt við þessa byrjun. Mest lesið Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði
Vatnsdalsá bætist nú á listann yfir laxveiðiárnar sem opna á nýju meti en veiðitalan úr ánni rétt ca. 5% af heildarveiðinni í fyrra. Það kannski setur hlutina í samhengi þegar leikmaðurinn veltir því fyrir sér hvort 66 laxar sé mikið eða lítið að 5% veiði á fyrstu dögunum sé 5% af heildarveiði ársins 2015 sem var eitt besta veiðiár fyrr og síðar. Til að toppa þetta í Vatnsdalsá þá voru 22 laxar 90 sm eða stærri og það er líklega engin á sem hefur náð víðlíka stórlaxastærðum ennþá í þessum hlutföllum. Það er kominn fiskur um alla á og sumir veiðistaðir orðnir það þéttir að það er engu líkara en veitt sé um miðjan júlí. Besta veiðin var í Vatnsdalsá 2009 en þá veiddust 1520 laxar í ánni. Byrjunin á því ári var ekki nema brot af þessari opnun og fyrir norðan eins og annars staðar við bakkana þessa dagana spyrna veiðimenn sig þeirrar spurningar hvernig þetta sumar verður ef smálaxagöngurnar verða í takt við þessa byrjun.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði