„Lítið um að vera í veðrinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 10:33 Hlýjast verður norðaustantil á landinu Mynd/Skjáskot Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig. Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig.
Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44