Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 19:15 Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“ Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“
Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00
Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent