Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 19:15 Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“ Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“
Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00
Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00