Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 19:15 Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“ Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“
Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00
Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00