Átjándi sigur Porsche í Le Mans Sæunn Gísladóttir skrifar 21. júní 2016 13:43 Porsche kemur fyrstur í mark í átjánda skipti síðan árið 1970. Mynd/Bílabúð Benna Le Mans kappaksturinn, sem er erfiðasta þolraun bílaiðnaðarins, var haldinn í Frakklandi í 84. sinn um síðustu helgi. Í ár kepptu sextíu bílar í Le Mans og voru þeir þandir til hins ýtrasta allan tímann. Eitthvað varð því undan að láta sem og varð raunin, því einungis 44 bílar skiluðu sér alla leið í mark. Sigurganga Porsche í þessari mögnuðu sólarhringskeppni, hófst 14. júní, 1970. Núna um helgina, eftir eina jöfnustu keppni sem um getur í sögunni, landaði sigurlið Porsche sínum átjándi sigri. Svo hörð og dramatísk var keppnin lengst af, að þegar 18 stundir voru liðnar af 24, skildi innan við mínúta að fimm fremstu bílana; tvær Toyotur, Porsche sem vann að lokum og bíla frá Audi. Ökumenn sigurbílsins frá Porsche, sem fögnuðu sigri fyrir framan 260.000 áhorfendur, voru Neel Jani frá Sviss, hinn franski Roland Dumas og Þjóðverjinn Marc Lieb. Að þessari keppni lokinni leiðir Porsche aðra bílaframleiðendur með 127 stigum, stendur 95 stigum framar en Audi og 78 stigum framar en Toyota. Ökumennirnir Dumas, Jani og Lieb hafa 94 stig og leiða aðra ökumenn með 39 stigum. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Le Mans kappaksturinn, sem er erfiðasta þolraun bílaiðnaðarins, var haldinn í Frakklandi í 84. sinn um síðustu helgi. Í ár kepptu sextíu bílar í Le Mans og voru þeir þandir til hins ýtrasta allan tímann. Eitthvað varð því undan að láta sem og varð raunin, því einungis 44 bílar skiluðu sér alla leið í mark. Sigurganga Porsche í þessari mögnuðu sólarhringskeppni, hófst 14. júní, 1970. Núna um helgina, eftir eina jöfnustu keppni sem um getur í sögunni, landaði sigurlið Porsche sínum átjándi sigri. Svo hörð og dramatísk var keppnin lengst af, að þegar 18 stundir voru liðnar af 24, skildi innan við mínúta að fimm fremstu bílana; tvær Toyotur, Porsche sem vann að lokum og bíla frá Audi. Ökumenn sigurbílsins frá Porsche, sem fögnuðu sigri fyrir framan 260.000 áhorfendur, voru Neel Jani frá Sviss, hinn franski Roland Dumas og Þjóðverjinn Marc Lieb. Að þessari keppni lokinni leiðir Porsche aðra bílaframleiðendur með 127 stigum, stendur 95 stigum framar en Audi og 78 stigum framar en Toyota. Ökumennirnir Dumas, Jani og Lieb hafa 94 stig og leiða aðra ökumenn með 39 stigum.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent