Samfylking kvennaflagara Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Eitt sinn fór ég á diskótek með kvennaflagara miklum. Var hann svo vinsæll að stundum þurfti flugumferðarstjóra til að ráða úr kvennafansi hans. Þegar komið var inn sjáum við annan slíkan sem stóð með brilljantínkoll sinn og brúnu bringu einsog jólatré á miðju gólfi meðan konur dönsuðu í kringum herðatré. Þegar flagararnir tveir mætast heilsa þeir hvor öðrum orðalaust en þó leyndi samstaðan sér ekki, þekktust þeir þó ekki neitt. Olli þetta mér hugarangri. Hverskonar samhugur er þetta? Ég velti því fyrir mér hvort kvennaflagarar ættu sér alþjóðasamtök og jafnvel baráttusögu. Voru þeir kannski með stéttarfélag eða sérstakt fréttablað kvennaflagara, þar sem ritað væri um tíðindi og tísku í hirðingu skapahára? Hvaða samhugur er það sem tvinnur saman kvennagull sem ekki þekkjast? Það var ekki fyrr en ég fór að skokka að ég komst til botns í þessu enda heilsa ég nú hverjum skokkara af samskonar samhug. Niðurstaðan mín er sú að okkur þykir vænt um fólk sem gerir það sama og við sjálf. Það er þess vegna sem laxveiðimenn vilja helst ættleiða hvern annan, hundaeigendur unnast og ástin svífur yfir vötnum á landsfundum og flokksþingum. En því elskum við þá ekki alla því venjulegast erum við öll að gera það sama? Við vöknum, vinnum, böðum okkur, borðum, reiðumst og gleðjumst fyrir utan allt hitt sem óþarfi er að nefna. Er ekki hroki einmitt sá misskilningur að halda að ég sé að gera eitthvað allt annað en allir aðrir? Best að átta sig á þessu áður en maður verður jafn ólundarlegur og Rögnvaldur reginskita sem þarf að láta minna sig á að hann er ekki jafn einstakur og áður var haldið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Eitt sinn fór ég á diskótek með kvennaflagara miklum. Var hann svo vinsæll að stundum þurfti flugumferðarstjóra til að ráða úr kvennafansi hans. Þegar komið var inn sjáum við annan slíkan sem stóð með brilljantínkoll sinn og brúnu bringu einsog jólatré á miðju gólfi meðan konur dönsuðu í kringum herðatré. Þegar flagararnir tveir mætast heilsa þeir hvor öðrum orðalaust en þó leyndi samstaðan sér ekki, þekktust þeir þó ekki neitt. Olli þetta mér hugarangri. Hverskonar samhugur er þetta? Ég velti því fyrir mér hvort kvennaflagarar ættu sér alþjóðasamtök og jafnvel baráttusögu. Voru þeir kannski með stéttarfélag eða sérstakt fréttablað kvennaflagara, þar sem ritað væri um tíðindi og tísku í hirðingu skapahára? Hvaða samhugur er það sem tvinnur saman kvennagull sem ekki þekkjast? Það var ekki fyrr en ég fór að skokka að ég komst til botns í þessu enda heilsa ég nú hverjum skokkara af samskonar samhug. Niðurstaðan mín er sú að okkur þykir vænt um fólk sem gerir það sama og við sjálf. Það er þess vegna sem laxveiðimenn vilja helst ættleiða hvern annan, hundaeigendur unnast og ástin svífur yfir vötnum á landsfundum og flokksþingum. En því elskum við þá ekki alla því venjulegast erum við öll að gera það sama? Við vöknum, vinnum, böðum okkur, borðum, reiðumst og gleðjumst fyrir utan allt hitt sem óþarfi er að nefna. Er ekki hroki einmitt sá misskilningur að halda að ég sé að gera eitthvað allt annað en allir aðrir? Best að átta sig á þessu áður en maður verður jafn ólundarlegur og Rögnvaldur reginskita sem þarf að láta minna sig á að hann er ekki jafn einstakur og áður var haldið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun