Fín veiði í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 9. júlí 2016 12:21 Flottur lax úr Laxá í Kjós. Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Kjós fór ágætlega af stað og hefur haldið dampi frá fyrsta degi en það er aðeins eitt sem veiðimenn bíða eftir þar á bæ. Það hefur lítið rignt í Kjósinni en þrátt fyrir það er veiðin núna um það bil tvöfalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Núna er komnir 123 laxar á land og það sem er sérstaklega gleðilegt fyrir veiðimenn í Kjósinni er að sjá hversu gott stórlaxahlutfallið er í ánni en töluvert af 80-90 sm löxum og mest af því eru hængar sem þykir heldur óvenjulegt fyrir árstíma en venjulega er meira af hrygnum sem taka fyrst á tímabilinu. Sjóbirtingsgöngurnar eru hafnar og hafa komið í bland við smálaxagöngur sem gerir það að verkum að mikið líf er á neðstu svæðunum í ánni og á frísvæðinu en þar veiðist gjarnan mest af sjóbirtingnum. Í gærkveldi var dreginn 91 cm hængur úr Efri-Gljúfrum og er það fjórði laxinn yfir 90 cm þetta árið og þar að auki hafa nokkrir laxar sýnt sig og sést í hyljum Laxár sem veiðimenn fullyrða að séu vel 20 punda laxar. Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði
Laxá í Kjós fór ágætlega af stað og hefur haldið dampi frá fyrsta degi en það er aðeins eitt sem veiðimenn bíða eftir þar á bæ. Það hefur lítið rignt í Kjósinni en þrátt fyrir það er veiðin núna um það bil tvöfalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Núna er komnir 123 laxar á land og það sem er sérstaklega gleðilegt fyrir veiðimenn í Kjósinni er að sjá hversu gott stórlaxahlutfallið er í ánni en töluvert af 80-90 sm löxum og mest af því eru hængar sem þykir heldur óvenjulegt fyrir árstíma en venjulega er meira af hrygnum sem taka fyrst á tímabilinu. Sjóbirtingsgöngurnar eru hafnar og hafa komið í bland við smálaxagöngur sem gerir það að verkum að mikið líf er á neðstu svæðunum í ánni og á frísvæðinu en þar veiðist gjarnan mest af sjóbirtingnum. Í gærkveldi var dreginn 91 cm hængur úr Efri-Gljúfrum og er það fjórði laxinn yfir 90 cm þetta árið og þar að auki hafa nokkrir laxar sýnt sig og sést í hyljum Laxár sem veiðimenn fullyrða að séu vel 20 punda laxar.
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði