Golf

Ísland leikur um 15.-16. sætið á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og stöllur hennar í íslenska liðinu leika um 15.-16. sætið á EM.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og stöllur hennar í íslenska liðinu leika um 15.-16. sætið á EM. vísir/anton
Spánn og England leika til úrslita á EM kvennalandsliða í golfi á Urriðavelli.

Spánn lagði Þýskaland 4/3 í undanúrslitum í dag og England bar sigurorð af Sviss 4/3.

Danmörk og Svíþjóð leika um 4.-5. sætið og Finnar leika gegn Norðmönnum um 7.-8. Sætið.

Spánverjar hafa ekki fagnað þessum titli frá árinu 2013 og Englendingar hafa ekki unnið EM frá 1999.

Ísland tapaði 4/1 gegn Belgíu í dag og leikur um 15.-16. sætið.


Tengdar fréttir

Naumt tap gegn Frökkum á EM í golfi

Íslenska kvennalandsliðið í golfi tapaði naumlega, 3-2, gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Frakka á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á Urriðavelli.

Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM

Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn.

Ísland mætir Frakklandi á EM í golfi

Íslenska kvennalandsliðið í golfi leikur um sæti 9.-16. á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×