Gallsúr mjólk Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun