Yfir milljón Mercedes-Benz á hálfu ári Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 09:11 Mercedes Benz GLE Coupe. Mercedes-Benz setti nýtt sölumet á fyrri hluta ársins 2016 en þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi rúmlega milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í langri sögu fyrirtækisins afhent svo marga bíla á hálfu ári. Söluaukningin nemur 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Í Kína jókst salan um 30% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í Evrópu var söluaukningin 13,3%. Mercedes-Benz seldi alls 188.444 bíla í júní og setti sölumet í mánuðinum en þetta er fertugasti mánuðurinn í röð sem Mercedes-Benz setur sölumet í sem er einstakur árangur. ,,Við erum ákfalega stolt og ánægð að hafa náð að afhenta milljón bíla til viðskitpavina um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtæksins sem við förum yfir milljón bíla markið á aðeins sex mánuðum. Þriðji hver bíll sem Mercedes-Benz seldi á fyrri hluta ársins eru sportjeppar sem sýnir hversu vel hefur tekist til með nýja línu sportjeppanna GLE, GLC og GLA. Miðað við þessa miklu sölu þá teljum við að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með sportjeppanna frá Mercedes-Benz," segir Ola Källenius, stjórnarmaður hjá Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bílana. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Mercedes-Benz setti nýtt sölumet á fyrri hluta ársins 2016 en þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi rúmlega milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í langri sögu fyrirtækisins afhent svo marga bíla á hálfu ári. Söluaukningin nemur 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Í Kína jókst salan um 30% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í Evrópu var söluaukningin 13,3%. Mercedes-Benz seldi alls 188.444 bíla í júní og setti sölumet í mánuðinum en þetta er fertugasti mánuðurinn í röð sem Mercedes-Benz setur sölumet í sem er einstakur árangur. ,,Við erum ákfalega stolt og ánægð að hafa náð að afhenta milljón bíla til viðskitpavina um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtæksins sem við förum yfir milljón bíla markið á aðeins sex mánuðum. Þriðji hver bíll sem Mercedes-Benz seldi á fyrri hluta ársins eru sportjeppar sem sýnir hversu vel hefur tekist til með nýja línu sportjeppanna GLE, GLC og GLA. Miðað við þessa miklu sölu þá teljum við að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með sportjeppanna frá Mercedes-Benz," segir Ola Källenius, stjórnarmaður hjá Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bílana.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent