Tómas Jónsson stofnaði hljómsveit í eigin nafni Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júlí 2016 15:57 Hljómsveitin Tómas Jónsson (f.v.); Tómas, Rögnvaldur, Magnús og Guðmundur. Vísir Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson sem hefur hingað til haldið sig næst til hliðar við sviðsljósið ætlar að stíga á stokk í kvöld með frumsamda tónlist. Tómas hefur spilað með hinum og þessum í gegnum árin en mestur tími hefur farið í að vera hljómborðsleikari í tónleikasveit Ásgeirs Trausta víðs vegar um heim. Tómas fer á svið Húrra í kvöld ásamt hljómsveit sem heitir nafni hans og leikur hans tónlist sem væntanleg er á plötu í haust. „Ég hef aldrei haldið tónleika í þessu samhengi en mikið unnið við tónlist í gegnum árin,“ segir Tómas. „Ég gerði mest allt sjálfur í hljóðverinu en fékk einn og einn til þess að gera eitt og annað. Svo þurfti hljómsveit til þess að flytja þetta á tónleikum og ég kýs að kalla verkefnið eftir sjálfum mér og fannst besta lendingin að kalla þetta hljómsveit.Vanir menn í öllum hlutverkumÍ hljómsveitinni eru Guðmundur Óskarsson úr Hjaltalín á bassa, Magnús Trygvason Elíassen úr Moses Hightower á trommur, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Hilmir Berg á hljómborð ásamt Tómasi sjálfum. „Þetta er draumkennd organísk raftónlist. Hún er spiluð á sviðinu en ekki forrituð.“ Hljómsveitin Tómas Jónsson fer á svið kl 21 í kvöld en Kippi Kaninus spilar einnig á tónleikunum sem fram fara á Húrra. Hér má sjá lag Tómasar Jónssonar sem heitir Að komast burt. Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Ásgeirs Trausta Ásgeir Trausti hélt úti dagbók á tónleikaferðalagi sínu með Hozier fyrr á árinu. 29. maí 2015 10:45 Svona er tónleikaferð Ásgeirs um heiminn 9. maí 2015 12:00 Vel heppnaðir tónleikar: Ásgeir bjóst við tíu gestum á Esjuna Kalt var í veðri en þrátt fyrir það voru einstaka menn á stuttbuxum enda komið sumar á Íslandi þrátt fyrir að hitastigið nái ekki upp í tveggja stafa tölu. 29. maí 2015 21:23 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson sem hefur hingað til haldið sig næst til hliðar við sviðsljósið ætlar að stíga á stokk í kvöld með frumsamda tónlist. Tómas hefur spilað með hinum og þessum í gegnum árin en mestur tími hefur farið í að vera hljómborðsleikari í tónleikasveit Ásgeirs Trausta víðs vegar um heim. Tómas fer á svið Húrra í kvöld ásamt hljómsveit sem heitir nafni hans og leikur hans tónlist sem væntanleg er á plötu í haust. „Ég hef aldrei haldið tónleika í þessu samhengi en mikið unnið við tónlist í gegnum árin,“ segir Tómas. „Ég gerði mest allt sjálfur í hljóðverinu en fékk einn og einn til þess að gera eitt og annað. Svo þurfti hljómsveit til þess að flytja þetta á tónleikum og ég kýs að kalla verkefnið eftir sjálfum mér og fannst besta lendingin að kalla þetta hljómsveit.Vanir menn í öllum hlutverkumÍ hljómsveitinni eru Guðmundur Óskarsson úr Hjaltalín á bassa, Magnús Trygvason Elíassen úr Moses Hightower á trommur, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Hilmir Berg á hljómborð ásamt Tómasi sjálfum. „Þetta er draumkennd organísk raftónlist. Hún er spiluð á sviðinu en ekki forrituð.“ Hljómsveitin Tómas Jónsson fer á svið kl 21 í kvöld en Kippi Kaninus spilar einnig á tónleikunum sem fram fara á Húrra. Hér má sjá lag Tómasar Jónssonar sem heitir Að komast burt.
Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Ásgeirs Trausta Ásgeir Trausti hélt úti dagbók á tónleikaferðalagi sínu með Hozier fyrr á árinu. 29. maí 2015 10:45 Svona er tónleikaferð Ásgeirs um heiminn 9. maí 2015 12:00 Vel heppnaðir tónleikar: Ásgeir bjóst við tíu gestum á Esjuna Kalt var í veðri en þrátt fyrir það voru einstaka menn á stuttbuxum enda komið sumar á Íslandi þrátt fyrir að hitastigið nái ekki upp í tveggja stafa tölu. 29. maí 2015 21:23 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Dagbók Ásgeirs Trausta Ásgeir Trausti hélt úti dagbók á tónleikaferðalagi sínu með Hozier fyrr á árinu. 29. maí 2015 10:45
Vel heppnaðir tónleikar: Ásgeir bjóst við tíu gestum á Esjuna Kalt var í veðri en þrátt fyrir það voru einstaka menn á stuttbuxum enda komið sumar á Íslandi þrátt fyrir að hitastigið nái ekki upp í tveggja stafa tölu. 29. maí 2015 21:23