Stórar laxagöngur á stórstreyminu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2016 11:00 Eftir frábært veiðisumar í fyrra var smá kvíði í sumum veiðimönnum eftir þessu sumri þar sem sumrin 2012 og 2014 voru afskaplega léleg. Og af hverju þessi kvíði fyrir þessu sumri? Það er vegna þess að það er á sléttri tölu og gárungarnir við bakkann voru farnir að halda því fram að þetta gæti fest sig í þessu fari að sumur á sléttri tölu væru döpur en góð á oddatölu. Góðu fréttirnar eru þær að það er alveg búið afsanna að þetta sumar verður ekki lélegt og ástæðurnar eru einfaldar. Fyrir það fyrsta hafa næstum því allar laxveiðiárnar opnað á meti og það er hreinlega leitun að laxveiðiá sem er ekki að eiga sína bestu opnun frá upphafi skráninga. Síðan er það sú skemmtilega staðreynd að tveggja ára laxinn er að skila sér gríðarlega vel úr hafi og göngurnar af þessum fallegu stórlöxum hafa sjaldan verið jafn góðar. Árnar eru velflestar í svipaðri eða betri tölu en á sama tíma í fyrra með einhverjum undantekningum en það munar ekki miklu. Svo er það frásagnir þeirra sem stóðu við árbakkann í dag og sáu göngurnar á stórstreyminu í dag. Við erum búinn að heyra frá fjöldamörgum veiðimönnum sem eru við veiðar á vesturlandi og það er sami hljómur í þeim flestum og það er á þá vegu að það hafi verið mikill kippur í göngum í dag og stígandinn hafi verið góður í vikunni. Það sem hefur aftrað því að veiðin haldi sama takti er sólskin sem brast á í gær og hefur það haft þau áhrif að takan er góð á morgnana en lítil sem engin á kvöldin. Það er þó ekki hægt að kvarta. Árnar eru að fyllast af laxi á sumri sem er á sléttri tölu og það vonandi slekkur á svartsýnisröddum um að þetta sumar verði ekki gott vegna þess að haldi þetta svona áfram verður þetta sumar ekkert annað en frábært. Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði
Eftir frábært veiðisumar í fyrra var smá kvíði í sumum veiðimönnum eftir þessu sumri þar sem sumrin 2012 og 2014 voru afskaplega léleg. Og af hverju þessi kvíði fyrir þessu sumri? Það er vegna þess að það er á sléttri tölu og gárungarnir við bakkann voru farnir að halda því fram að þetta gæti fest sig í þessu fari að sumur á sléttri tölu væru döpur en góð á oddatölu. Góðu fréttirnar eru þær að það er alveg búið afsanna að þetta sumar verður ekki lélegt og ástæðurnar eru einfaldar. Fyrir það fyrsta hafa næstum því allar laxveiðiárnar opnað á meti og það er hreinlega leitun að laxveiðiá sem er ekki að eiga sína bestu opnun frá upphafi skráninga. Síðan er það sú skemmtilega staðreynd að tveggja ára laxinn er að skila sér gríðarlega vel úr hafi og göngurnar af þessum fallegu stórlöxum hafa sjaldan verið jafn góðar. Árnar eru velflestar í svipaðri eða betri tölu en á sama tíma í fyrra með einhverjum undantekningum en það munar ekki miklu. Svo er það frásagnir þeirra sem stóðu við árbakkann í dag og sáu göngurnar á stórstreyminu í dag. Við erum búinn að heyra frá fjöldamörgum veiðimönnum sem eru við veiðar á vesturlandi og það er sami hljómur í þeim flestum og það er á þá vegu að það hafi verið mikill kippur í göngum í dag og stígandinn hafi verið góður í vikunni. Það sem hefur aftrað því að veiðin haldi sama takti er sólskin sem brast á í gær og hefur það haft þau áhrif að takan er góð á morgnana en lítil sem engin á kvöldin. Það er þó ekki hægt að kvarta. Árnar eru að fyllast af laxi á sumri sem er á sléttri tölu og það vonandi slekkur á svartsýnisröddum um að þetta sumar verði ekki gott vegna þess að haldi þetta svona áfram verður þetta sumar ekkert annað en frábært.
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði