Lífið er eins og að horfa á leik Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Ég sit í mannþröng mikilli, syng þjóðsönginn í bringuna á mér - sönghæfileikar leyfa ekki meira - og horfi á sjónvarpsskjá sem hangir yfir mér líkt og stjarna yfir vitringunum forðum. Svo allt í einu hljómar Eldgamla Ísafold af svo miklum þunga að jörðin skelfur. Ég hafði ekki tekið eftir því en ég er umvafinn Englendingum. Ég verð hvekktur mjög. Lít í kringum mig og sé urmul af bjórbullum jafn ófrýnilegum og tröllum í íslenskum barnabókmenntum. Ég fer að hugsa með mér hversu ómenningarleg enska þjóðin sé, kemst meira að segja að því að besti rithöfundur þeirra hafi verið Pólverji sem kallaði sig Joseph Conrad. Svo skorar Englendingar úr víti og allir öskra jeee! Eins og fáráðlingar. Ég ætla ekki að segja frá hugleiðingum mínum sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að Englendingar væru upp til hópa hinir mestu örvitar. Korteri síðar var ég farinn að titra af unun eins og eitt eilífðar smáblóm. Um sama leyti komst ég að þeirri niðurstöðu að allir Bretar væru, inn við beinið, hið besta fólk. Mikil menningarþjóð og þakka mætti fyrir ríkulegt framlag þeirra til heimsmenningarinnar. Á því andartaki komst Joseph Conrad ekki í landslið enskra rithöfunda. Svo kom það fyrir að ensk kona féll í yfirlið á næsta borði. Þá varð samkennd svo mikil að ég fann ekki hvar sál mín endaði og sál allra Breta byrjaði. Er ekki lífið eins og að horfa á fótboltaleik? Þegar maður er óttasleginn og illa gengur er fólkið ömurlegt. Þegar vel gengur er fólk til fyrirmyndar. Og svo gerist stundum eitthvað sem minnir mann á að við sitjum öll saman í þessari súpu sem við köllum líf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Ég sit í mannþröng mikilli, syng þjóðsönginn í bringuna á mér - sönghæfileikar leyfa ekki meira - og horfi á sjónvarpsskjá sem hangir yfir mér líkt og stjarna yfir vitringunum forðum. Svo allt í einu hljómar Eldgamla Ísafold af svo miklum þunga að jörðin skelfur. Ég hafði ekki tekið eftir því en ég er umvafinn Englendingum. Ég verð hvekktur mjög. Lít í kringum mig og sé urmul af bjórbullum jafn ófrýnilegum og tröllum í íslenskum barnabókmenntum. Ég fer að hugsa með mér hversu ómenningarleg enska þjóðin sé, kemst meira að segja að því að besti rithöfundur þeirra hafi verið Pólverji sem kallaði sig Joseph Conrad. Svo skorar Englendingar úr víti og allir öskra jeee! Eins og fáráðlingar. Ég ætla ekki að segja frá hugleiðingum mínum sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að Englendingar væru upp til hópa hinir mestu örvitar. Korteri síðar var ég farinn að titra af unun eins og eitt eilífðar smáblóm. Um sama leyti komst ég að þeirri niðurstöðu að allir Bretar væru, inn við beinið, hið besta fólk. Mikil menningarþjóð og þakka mætti fyrir ríkulegt framlag þeirra til heimsmenningarinnar. Á því andartaki komst Joseph Conrad ekki í landslið enskra rithöfunda. Svo kom það fyrir að ensk kona féll í yfirlið á næsta borði. Þá varð samkennd svo mikil að ég fann ekki hvar sál mín endaði og sál allra Breta byrjaði. Er ekki lífið eins og að horfa á fótboltaleik? Þegar maður er óttasleginn og illa gengur er fólkið ömurlegt. Þegar vel gengur er fólk til fyrirmyndar. Og svo gerist stundum eitthvað sem minnir mann á að við sitjum öll saman í þessari súpu sem við köllum líf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun