Frakkar opna heimili sín fyrir Íslendingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 18:58 Delphine með eiginmanni sínum og syni. Fánann teiknaði drengurinn í gærkvöldi, og er afar spenntur fyrir gestum helgarinnar. mynd/delphine Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum. EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum.
EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira