Birkir Bjarna er mikill Íslendingur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 2. júlí 2016 11:00 Stolt amma og afi með dóttursyninum eftir góðan landsleik. Björg Dagbjartsdóttir og Halldór Gunnarsson voru ásamt nokkur þúsund Íslendingum í Frakklandi á dögunum að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu feta sín fyrstu skref á Evrópumeistaramótinu en dóttursonur þeirra, Birkir Bjarnason, er einn liðsmanna. „Við vorum harðákveðin í að fara á EM um leið og var ljóst að íslenska landsliðið yrði með því við erum farin að fullorðnast og hugsuðum með okkur að það væri ekkert víst að við fengjum annað tækifæri til að taka þátt í svona heimsviðburði. Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því“ segir Björg, en þau hjónin dvöldu í viku í sumarhúsi skammt frá Marseille ásamt foreldrum Birkis, Höllu Kristjönu og Bjarna Sveinbjörnssyni, systkinum hans, Björgu og Kristófer Atla, og fleiri vinum og keyrðu á leikina í St. Etienne, Marseille og París.Góð samstaða „Þegar við skipulögðum ferðina var upplagið þessir þrír leikir í riðlakeppninni og ég held að fæstir hafi þorað að reikna með einhverju meiru.“ Björg segir stemminguna á leikjunum hafa verið ólýsanlega. „Ég upplifði hana þannig að við íslensku áhorfendurnir værum ein heild, veggur sem stóð heilshugar á bak við liðið og þegar hvatningarópin hljómuðu og allir tóku þátt var það eins og höggbylgja, eins og ein sál væri að verki. Við upplifðum ekki nærri jafn sterka samstöðu hjá stuðningsmönnum annarra landa. Alltaf vorum við miklu færri en okkur fannst við samt sterkari.“ Hún segir að það hafi verið ólík stemming á fyrstu tveimur leikjunum. „Í fyrsta leiknum vissum við að á brattann væri að sækja og því var jafnteflið svo feikna mikið gleðiefni og við náttúrlega sérstaklega ánægð með mark Birkis. Í næsta leik var líka jafntefli og þá leið Íslendingum eins og þeir hefðu tapað. Þetta var svolítið sniðugt. Þetta voru tvö jafntefli og annar leikurinn var sigurleikur og hinn leikurinn var tapleikur vegna þess hvernig væntingarnar voru í lokin.“Norðmenn vilja eiga hann Björg segir að Norðmenn hafi viljað eigna sér Birki með húð og hári enda hefur fjölskylda hans búið þar síðan hann var ellefu ára. „Þetta er skiljanlegt því Norðmenn áttu ekki lið í keppninni svo þá varð íslenska liðið og Birkir næsti kostur. Norðmenn tóku við fótboltauppeldi hans þar sem frá var horfið hér á Akureyri þegar fjölskyldan flutti. Við áttum þess kost að fara í viðtal við norsku fjölmiðlana til að leiðrétta þennan misskilning,“ segir Björg kankvíslega og bætir við. „Því Birkir er ákaflega mikill Íslendingur og þarf að koma hingað að minnsta kosti árlega og helst oftar.“ Fjölskylda Birkis á Íslandi er stór. Föðurfjölskyldan býr í Reykjavík en Björg og Halldór á Akureyri og flestir þeirra afkomendur en þau eiga fimm börn, nítján barnabörn og svo eru komin barnabarnabörn líka. „Litlu frændsystkinin elska Birki og stökkva á hann þegar hann kemur því hann er alltaf svo góður við þau og nennir að sinna þeim og leika við þau. Honum finnst afar notalegt að fara í sund og finnst við búa við mikinn lúxus hér á landi að geta skroppið í sund hvenær sem er. Birkir á líka hest hjá okkur sem afi hans hugsar um fyrir hann svo þegar hann kemur hingað er hann mikið á hestbaki.“Hér má sjá Björgu í viðtali í norska sjónvarpinu þar sem hún áréttar við norska fjölmiðlamenn að þrátt fyrir sterka tengingu við Noreg sé Birkir hennar samt Íslendingur í húð og hár.Fylgjast með boltanum Björg og Halldór hafa fylgst nokkuð með fótbolta gegnum árin. Mörg barnabarnanna hafa æft og spilað fótbolta og nú eru þau yngstu komin á fulla ferð. Björg systir Birkis spilaði um tíma með Klepp í úrvalsdeild norska kvennaboltans og Kristófer Atli, yngri bróðir þeirra Birkis, æfir líka og spilar í Noregi. „Ég fylgist líka svolítið með fótbolta í sjónvarpinu og ætla að fara að gera meira af því. Ég hef mínar skoðanir á því hvernig menn standa sig á vellinum þó þær séu kannski ekki sérlega faglega ígrundaðar.“ Hluti af stórfjölskyldunni mun horfa saman á leikinn á morgun en nokkrir verða í París. „Við verðum hérna heima hjá okkur, borðum saman og sitjum svo yfir leiknum og nögum neglurnar og stökkvum upp úr stólunum þegar mikið liggur við. Ég efast ekki um að það verður mikil stemming hjá okkur,“ segir Björg að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Björg Dagbjartsdóttir og Halldór Gunnarsson voru ásamt nokkur þúsund Íslendingum í Frakklandi á dögunum að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu feta sín fyrstu skref á Evrópumeistaramótinu en dóttursonur þeirra, Birkir Bjarnason, er einn liðsmanna. „Við vorum harðákveðin í að fara á EM um leið og var ljóst að íslenska landsliðið yrði með því við erum farin að fullorðnast og hugsuðum með okkur að það væri ekkert víst að við fengjum annað tækifæri til að taka þátt í svona heimsviðburði. Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því“ segir Björg, en þau hjónin dvöldu í viku í sumarhúsi skammt frá Marseille ásamt foreldrum Birkis, Höllu Kristjönu og Bjarna Sveinbjörnssyni, systkinum hans, Björgu og Kristófer Atla, og fleiri vinum og keyrðu á leikina í St. Etienne, Marseille og París.Góð samstaða „Þegar við skipulögðum ferðina var upplagið þessir þrír leikir í riðlakeppninni og ég held að fæstir hafi þorað að reikna með einhverju meiru.“ Björg segir stemminguna á leikjunum hafa verið ólýsanlega. „Ég upplifði hana þannig að við íslensku áhorfendurnir værum ein heild, veggur sem stóð heilshugar á bak við liðið og þegar hvatningarópin hljómuðu og allir tóku þátt var það eins og höggbylgja, eins og ein sál væri að verki. Við upplifðum ekki nærri jafn sterka samstöðu hjá stuðningsmönnum annarra landa. Alltaf vorum við miklu færri en okkur fannst við samt sterkari.“ Hún segir að það hafi verið ólík stemming á fyrstu tveimur leikjunum. „Í fyrsta leiknum vissum við að á brattann væri að sækja og því var jafnteflið svo feikna mikið gleðiefni og við náttúrlega sérstaklega ánægð með mark Birkis. Í næsta leik var líka jafntefli og þá leið Íslendingum eins og þeir hefðu tapað. Þetta var svolítið sniðugt. Þetta voru tvö jafntefli og annar leikurinn var sigurleikur og hinn leikurinn var tapleikur vegna þess hvernig væntingarnar voru í lokin.“Norðmenn vilja eiga hann Björg segir að Norðmenn hafi viljað eigna sér Birki með húð og hári enda hefur fjölskylda hans búið þar síðan hann var ellefu ára. „Þetta er skiljanlegt því Norðmenn áttu ekki lið í keppninni svo þá varð íslenska liðið og Birkir næsti kostur. Norðmenn tóku við fótboltauppeldi hans þar sem frá var horfið hér á Akureyri þegar fjölskyldan flutti. Við áttum þess kost að fara í viðtal við norsku fjölmiðlana til að leiðrétta þennan misskilning,“ segir Björg kankvíslega og bætir við. „Því Birkir er ákaflega mikill Íslendingur og þarf að koma hingað að minnsta kosti árlega og helst oftar.“ Fjölskylda Birkis á Íslandi er stór. Föðurfjölskyldan býr í Reykjavík en Björg og Halldór á Akureyri og flestir þeirra afkomendur en þau eiga fimm börn, nítján barnabörn og svo eru komin barnabarnabörn líka. „Litlu frændsystkinin elska Birki og stökkva á hann þegar hann kemur því hann er alltaf svo góður við þau og nennir að sinna þeim og leika við þau. Honum finnst afar notalegt að fara í sund og finnst við búa við mikinn lúxus hér á landi að geta skroppið í sund hvenær sem er. Birkir á líka hest hjá okkur sem afi hans hugsar um fyrir hann svo þegar hann kemur hingað er hann mikið á hestbaki.“Hér má sjá Björgu í viðtali í norska sjónvarpinu þar sem hún áréttar við norska fjölmiðlamenn að þrátt fyrir sterka tengingu við Noreg sé Birkir hennar samt Íslendingur í húð og hár.Fylgjast með boltanum Björg og Halldór hafa fylgst nokkuð með fótbolta gegnum árin. Mörg barnabarnanna hafa æft og spilað fótbolta og nú eru þau yngstu komin á fulla ferð. Björg systir Birkis spilaði um tíma með Klepp í úrvalsdeild norska kvennaboltans og Kristófer Atli, yngri bróðir þeirra Birkis, æfir líka og spilar í Noregi. „Ég fylgist líka svolítið með fótbolta í sjónvarpinu og ætla að fara að gera meira af því. Ég hef mínar skoðanir á því hvernig menn standa sig á vellinum þó þær séu kannski ekki sérlega faglega ígrundaðar.“ Hluti af stórfjölskyldunni mun horfa saman á leikinn á morgun en nokkrir verða í París. „Við verðum hérna heima hjá okkur, borðum saman og sitjum svo yfir leiknum og nögum neglurnar og stökkvum upp úr stólunum þegar mikið liggur við. Ég efast ekki um að það verður mikil stemming hjá okkur,“ segir Björg að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira