Haukadalsá er komin í 350 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2016 09:00 Laxi landað í Horninu í Haukadalsá Karl Lúðvíksson Haukadalsá hefur verið að gefa feyknagóða veiði undanfarið og þeir veiðimenn sem eru að koma úr henni segja mikið af fiski á flestum stöðum. Holl sem lauk veiðum á hádegi í dag landaði 89 löxum á tveimur dögum á fimm stangir en það er veiði sem allir gætu verið meira en ánægðir með. Uppistaðan í aflanum var vel haldinn og fallegur smálax en undanfarna daga hafa veiðst á annað hundrað laxa í ánni og veiðitölur því tekið kipp. Þann 13. júlí hafði 233 löxum verið landað í Haukadalsá en veiðin er nú u.þ.b. 350 laxar og júlí aðeins rétt rúmlega hálfnaður! Eins og víðar á vesturlandi eru smáflugur skæðar og því er ekkert öðruvísi farið í Haukadalsá en megnið af aflanum á flugur nr. 16 og minni, grænar og svartar flugur gáfu vel, t.d. Green Butt en Haugurinn var einnig að standa fyrir sínu ásamt Nagla. Þá kom gárubragðið sterkt inn en sannkölluð bongóblíða hefur verið í Dölunum undanfarna daga, 16-20 stiga hiti og hægviðri. Fullyrða má að lax sé í hverjum einasta hyl í Haukadalsá og sumir að verða vel setnir. Lúsugur lax hefur verið að veiðast og nýr fiskur að skríða inn á hverju flóði. Veiðimenn sem eigi leyfi í Haukadalsá í sumar geta því farið að hlakka til - sérstaklega ef þeir ná í þá stóru sem hefur sést til að undanförnu. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði
Haukadalsá hefur verið að gefa feyknagóða veiði undanfarið og þeir veiðimenn sem eru að koma úr henni segja mikið af fiski á flestum stöðum. Holl sem lauk veiðum á hádegi í dag landaði 89 löxum á tveimur dögum á fimm stangir en það er veiði sem allir gætu verið meira en ánægðir með. Uppistaðan í aflanum var vel haldinn og fallegur smálax en undanfarna daga hafa veiðst á annað hundrað laxa í ánni og veiðitölur því tekið kipp. Þann 13. júlí hafði 233 löxum verið landað í Haukadalsá en veiðin er nú u.þ.b. 350 laxar og júlí aðeins rétt rúmlega hálfnaður! Eins og víðar á vesturlandi eru smáflugur skæðar og því er ekkert öðruvísi farið í Haukadalsá en megnið af aflanum á flugur nr. 16 og minni, grænar og svartar flugur gáfu vel, t.d. Green Butt en Haugurinn var einnig að standa fyrir sínu ásamt Nagla. Þá kom gárubragðið sterkt inn en sannkölluð bongóblíða hefur verið í Dölunum undanfarna daga, 16-20 stiga hiti og hægviðri. Fullyrða má að lax sé í hverjum einasta hyl í Haukadalsá og sumir að verða vel setnir. Lúsugur lax hefur verið að veiðast og nýr fiskur að skríða inn á hverju flóði. Veiðimenn sem eigi leyfi í Haukadalsá í sumar geta því farið að hlakka til - sérstaklega ef þeir ná í þá stóru sem hefur sést til að undanförnu.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði