100 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Ytri Rangá var aflahæst þegar nýjar tölur komu frá Landssambandi Veiðifélaga á miðvikudaginn en þá stóð áin í 1720 löxum. Það er mokveiði í Ytri Rangá og sem dæmi um það komu 72 laxar á land fyrir hádegi og dagurinn gaf svo í heild 115 laxa sem er ótrúleg tala á þessum árstíma. Veiðin 12. júlí var til ða mynda 147 laxar en þannig veiði hefur aldrei náðst jafn snemma. Þetta er auðvitað vel þekkt að Ytri Rangáin fer oft í 100 laxa daga á besta tíma en að gera það 12. júlí er nokkuð á undan áætlun. Það eru góðar göngur í ánna þessa dagana og sumir veiðistaðir orðnir vel setnir af laxi. Lokatalan í henni í fyrra var 8.803 laxar og á síðasta degi var samt mikið af laxi ennþá í henni og það sem meira er að veiðimenn voru ennþá að fá lúsuga laxa á neðri veiðistöðunum. Núna þegar það eru fimm dagar í næsta stórstreymi eru veiðimenn við Ytri Rangá mjög kátir enda ekki annað hægt þegar veiðin er svona góð. Áin fer líklega í 2.000 laxa núna um helgina enda spáin góð og nóg af laxi. Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði
Ytri Rangá var aflahæst þegar nýjar tölur komu frá Landssambandi Veiðifélaga á miðvikudaginn en þá stóð áin í 1720 löxum. Það er mokveiði í Ytri Rangá og sem dæmi um það komu 72 laxar á land fyrir hádegi og dagurinn gaf svo í heild 115 laxa sem er ótrúleg tala á þessum árstíma. Veiðin 12. júlí var til ða mynda 147 laxar en þannig veiði hefur aldrei náðst jafn snemma. Þetta er auðvitað vel þekkt að Ytri Rangáin fer oft í 100 laxa daga á besta tíma en að gera það 12. júlí er nokkuð á undan áætlun. Það eru góðar göngur í ánna þessa dagana og sumir veiðistaðir orðnir vel setnir af laxi. Lokatalan í henni í fyrra var 8.803 laxar og á síðasta degi var samt mikið af laxi ennþá í henni og það sem meira er að veiðimenn voru ennþá að fá lúsuga laxa á neðri veiðistöðunum. Núna þegar það eru fimm dagar í næsta stórstreymi eru veiðimenn við Ytri Rangá mjög kátir enda ekki annað hægt þegar veiðin er svona góð. Áin fer líklega í 2.000 laxa núna um helgina enda spáin góð og nóg af laxi.
Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði