Fólk þarf nú að fá að leika sér pínulítið að listinni Magnús Guðmundsson skrifar 13. júlí 2016 11:30 Sigrún Harðardóttir myndlistarkona segist fyrst hafa heillast af hverum í skoðunarferðum æskunnar. Hér stendur hún inni í gagnvirka verkinu Hrynjandi hvera. Visir/Eyþór Það getur vissulega boðið upp á athyglisverðar sýningar þegar listasöfn leitast við að vera í náinni samræðu við gesti sína og áhugasvið þeirra hverju sinni. Skemmtilegt dæmi um slíkt er að finna um þessar mundir í Vasulka-stofu Listasafns Íslands þar sem verkið Hrynjandi hvera eftir Sigrúnu Harðardóttur er til sýningar. Sigrún segir að verkið sé upprunalega frá 2004 en hafi svo verið sýnt árið 2006 í Hafnarborg. „Síðan dettur Kristín Scheving um þetta verk einhverjum árum seinna og sýndi það síðan á Hreindýralandi á Egilsstöðum 2011 og það er í raun hún sem stendur fyrir því að sýna það í Vasulka-stofunni núna. Hana langaði til þess að það vera með þetta verk um hverina og hljóminn þeirra og taktinn því henni fannst það tala inn í allan þann túrisma sem er inni í safninu þessa dagana.“ Verkið fjallar um mismunandi birtingarmyndir á jarðhitasvæðum og Sigrún segir að það sé í sjálfu sér ekki flókið hvað hafi dregið hana að því að fást við hverina. „Ég er náttúrulega bara alin upp við það að fara og skoða hverina um helgar, ekki ósvipað því og börn sem búa erlendis fara í dýragarðinn. En þar sem við áttum engan dýragarð hér þá fór fjölskyldan um helgar að skoða annaðhvort fossa eða hveri. Ég hugsa að það geti nú margir Íslendingar tekið undir þetta með mér og kannist við þessa bíltúra og ég hef einhvern veginn alltaf verið rosalega heilluð af hverum. Sérstaklega hvað það er mikil tónlist í þessu og maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en maður prófar að setja mismunandi hveri saman eins og ég gerði í þessu verki. Þá gerir maður sér grein fyrir því hvað það er mismunandi hljómur, hljómfall, tíðni og tónhæð þannig að þetta verður eins og heil hljómsveit þegar þetta er sett saman og það er gaman að leika sér með það. Ég er alltaf eitthvað að vinna með þetta þema og geri ráð fyrir að gera það áfram þó svo að ég sé ekki með hveraverk í vinnslu akkúrat núna. Síðasta verk með hver sem ég gerði er orðið þriggja ára gamalt en ég er búin að vera að vinna með þetta frá 1995 bæði málverk og vídeó. Þannig að þetta er það stór þáttur af því sem ég fæst við að hverirnir eru komnir til að vera.“ Hrynjandi hvera er gagnvirkt verk og Sigrún segir að gagnvirknin sé vissulega mikilvægur hluti af verkinu. „Ég er með níu þrýstiskynjara og með því að ganga á þeim þá er fólk að breyta upplifun sinni af verkinu. Það er að virkja ákveðnar rásir eða öllu heldur nýtt vídeó í hvert eitt sinn. Verkið samanstendur af þrjátíu og sjö vídeóum og þar af er eitt sem gengur alltaf á tveimur skjáum. Verkið er keyrt á tveimur skjáum og er í raun stækkanlegt með því að fjölga tölvunum en út frá þessum tveimur tölvum eru 36 möguleikar á vali eða upplifun. Svona upplifir fólk verkið eftir því hvernig það hreyfir sig í rýminu. Eins getur það sett upp sína upplifun saman af því að það eru þrír saman um hverja tölvu og því sex manns sem geta í mesta lagi verið að skoða og skapa verkið. Það er svona verið að hugsa um það að fólk fái nú að leika sér pínulítið. Við erum hætt að segja má ekki snerta heldur biðjum fólk um að snerta verkið og taka þátt í að skapa útkomuna hverju sinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það getur vissulega boðið upp á athyglisverðar sýningar þegar listasöfn leitast við að vera í náinni samræðu við gesti sína og áhugasvið þeirra hverju sinni. Skemmtilegt dæmi um slíkt er að finna um þessar mundir í Vasulka-stofu Listasafns Íslands þar sem verkið Hrynjandi hvera eftir Sigrúnu Harðardóttur er til sýningar. Sigrún segir að verkið sé upprunalega frá 2004 en hafi svo verið sýnt árið 2006 í Hafnarborg. „Síðan dettur Kristín Scheving um þetta verk einhverjum árum seinna og sýndi það síðan á Hreindýralandi á Egilsstöðum 2011 og það er í raun hún sem stendur fyrir því að sýna það í Vasulka-stofunni núna. Hana langaði til þess að það vera með þetta verk um hverina og hljóminn þeirra og taktinn því henni fannst það tala inn í allan þann túrisma sem er inni í safninu þessa dagana.“ Verkið fjallar um mismunandi birtingarmyndir á jarðhitasvæðum og Sigrún segir að það sé í sjálfu sér ekki flókið hvað hafi dregið hana að því að fást við hverina. „Ég er náttúrulega bara alin upp við það að fara og skoða hverina um helgar, ekki ósvipað því og börn sem búa erlendis fara í dýragarðinn. En þar sem við áttum engan dýragarð hér þá fór fjölskyldan um helgar að skoða annaðhvort fossa eða hveri. Ég hugsa að það geti nú margir Íslendingar tekið undir þetta með mér og kannist við þessa bíltúra og ég hef einhvern veginn alltaf verið rosalega heilluð af hverum. Sérstaklega hvað það er mikil tónlist í þessu og maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en maður prófar að setja mismunandi hveri saman eins og ég gerði í þessu verki. Þá gerir maður sér grein fyrir því hvað það er mismunandi hljómur, hljómfall, tíðni og tónhæð þannig að þetta verður eins og heil hljómsveit þegar þetta er sett saman og það er gaman að leika sér með það. Ég er alltaf eitthvað að vinna með þetta þema og geri ráð fyrir að gera það áfram þó svo að ég sé ekki með hveraverk í vinnslu akkúrat núna. Síðasta verk með hver sem ég gerði er orðið þriggja ára gamalt en ég er búin að vera að vinna með þetta frá 1995 bæði málverk og vídeó. Þannig að þetta er það stór þáttur af því sem ég fæst við að hverirnir eru komnir til að vera.“ Hrynjandi hvera er gagnvirkt verk og Sigrún segir að gagnvirknin sé vissulega mikilvægur hluti af verkinu. „Ég er með níu þrýstiskynjara og með því að ganga á þeim þá er fólk að breyta upplifun sinni af verkinu. Það er að virkja ákveðnar rásir eða öllu heldur nýtt vídeó í hvert eitt sinn. Verkið samanstendur af þrjátíu og sjö vídeóum og þar af er eitt sem gengur alltaf á tveimur skjáum. Verkið er keyrt á tveimur skjáum og er í raun stækkanlegt með því að fjölga tölvunum en út frá þessum tveimur tölvum eru 36 möguleikar á vali eða upplifun. Svona upplifir fólk verkið eftir því hvernig það hreyfir sig í rýminu. Eins getur það sett upp sína upplifun saman af því að það eru þrír saman um hverja tölvu og því sex manns sem geta í mesta lagi verið að skoða og skapa verkið. Það er svona verið að hugsa um það að fólk fái nú að leika sér pínulítið. Við erum hætt að segja má ekki snerta heldur biðjum fólk um að snerta verkið og taka þátt í að skapa útkomuna hverju sinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira