Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:51 Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður." Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður."
Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira