Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. júlí 2016 14:23 Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“ Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“
Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31