Nautnastunur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Það eru allir að njóta. Sumarsalat. Mmmm, ég ætla að njóta. Skrilljón kílómetrar að baki. Þrútin af áreynslu með ískaldan drykk í hendi. Nú verður sko notið. Í sumarbústað og mynd af börnum í heitum potti á samfélagsmiðlunum, í bakgrunni malar grillið. Njótið ykkar! er skrifað undir myndinni. Leyfa sér smá. Að njóta. Njóta punktur is. Allar þessar sólarnautnir og nautnamiðlar búa til sumarfrískvíða. Ég er enn að venjast því að eiga rétt á langþráðu sumarfríi eftir mörg námsár með sumarfrísfríu fæðingarorlofi inn á milli. Í ár fer ég seint í frí og því fær kvíðinn að dafna. Með hverjum sólardegi minnka nefnilega líkurnar á að það verði sól í mínu fríi. Varla verður sól á hverjum degi í sumar! En ef það verður sól, þá fyrst er ég í klandri. Því þá neyðist ég til að njóta í botn. Fjallgöngur, hjólreiðar, sólbrúnir kroppar, vatnsslagur og dúndrandi hamingja. Helst ástarævintýri. Dugar ekki að njóta, það þarf líka að njótast. Þetta er svakalegt álag. Vinkona mín sem er í löngu og góðu sumarfríi hringdi í mig um daginn. Hún var sumarbuguð. Hana langaði ekki í sund. Hana langaði ekki að fara í hjólreiðatúr. Hún nennti ekki að borða salat og drekka hvítvín með gamalli vinkonu og fara á trúnó. Hún nennti alls ekki að vera í kringum eirðarlaus sumarfrísbörnin sín sem biðja um eitthvað að borða á hálftíma fresti. Og spyrja hvað þau megi gera fyrst þau mega ekki fara í tölvuna því þau eiga að njóta sumarsins. Hvað gerum við í dag? Hvað er planið? Hana langaði helst af öllu að setja þau í hámarkstíma í barnapössun í Kringlunni, draga fyrir stofugluggann og horfa á vídjó. Gerðu það bara, sagði ég við hana. Njóttu.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Það eru allir að njóta. Sumarsalat. Mmmm, ég ætla að njóta. Skrilljón kílómetrar að baki. Þrútin af áreynslu með ískaldan drykk í hendi. Nú verður sko notið. Í sumarbústað og mynd af börnum í heitum potti á samfélagsmiðlunum, í bakgrunni malar grillið. Njótið ykkar! er skrifað undir myndinni. Leyfa sér smá. Að njóta. Njóta punktur is. Allar þessar sólarnautnir og nautnamiðlar búa til sumarfrískvíða. Ég er enn að venjast því að eiga rétt á langþráðu sumarfríi eftir mörg námsár með sumarfrísfríu fæðingarorlofi inn á milli. Í ár fer ég seint í frí og því fær kvíðinn að dafna. Með hverjum sólardegi minnka nefnilega líkurnar á að það verði sól í mínu fríi. Varla verður sól á hverjum degi í sumar! En ef það verður sól, þá fyrst er ég í klandri. Því þá neyðist ég til að njóta í botn. Fjallgöngur, hjólreiðar, sólbrúnir kroppar, vatnsslagur og dúndrandi hamingja. Helst ástarævintýri. Dugar ekki að njóta, það þarf líka að njótast. Þetta er svakalegt álag. Vinkona mín sem er í löngu og góðu sumarfríi hringdi í mig um daginn. Hún var sumarbuguð. Hana langaði ekki í sund. Hana langaði ekki að fara í hjólreiðatúr. Hún nennti ekki að borða salat og drekka hvítvín með gamalli vinkonu og fara á trúnó. Hún nennti alls ekki að vera í kringum eirðarlaus sumarfrísbörnin sín sem biðja um eitthvað að borða á hálftíma fresti. Og spyrja hvað þau megi gera fyrst þau mega ekki fara í tölvuna því þau eiga að njóta sumarsins. Hvað gerum við í dag? Hvað er planið? Hana langaði helst af öllu að setja þau í hámarkstíma í barnapössun í Kringlunni, draga fyrir stofugluggann og horfa á vídjó. Gerðu það bara, sagði ég við hana. Njóttu.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun