Stórglæpamaður handtekinn Helga Vala Helgadóttir skrifar 11. júlí 2016 07:00 Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við. Stórglæpamaðurinn, sem setið hafði við iðju sína, reis á fætur og bjóst til ferðar enda vildi hann síður lenda í vandræðum þarna um miðja nótt, einn síns liðs, með lögregluna allt um kring. Sem betur fer náði lögreglan að yfirbuga glæponinn, skella honum niður á jörðina og festa hendur í járn. Var hann því næst dreginn inn í lögreglubíl og skutlað upp á lögreglustöðina við Hlemm, enda mikilvægt að stöðva brotaferilinn. Glæponinn, sem býr í foreldrahúsum, óskaði eftir að fá að hringja í móður sína svo hún myndi ekki óttast um afdrif sonarins, en fékk ekki, enda að sögn lögreglunnar óvíst að móðirin kynni vel við það að vera vakin um miðja nótt. Ungi stórglæpamaðurinn fékk því að dúsa í leyni í fangaklefa næstu 10 klukkustundir. Sá glæpur sem kallaði á svo fumlaus vinnubrögð lögreglu og öryggisvarðar var að ungi stórglæponinn var við það að kveikja sér í jónu, tóbaksblönduðu maríjúana, sem hann hafði keypt sér á djamminu. Annað gerði hann ekki og glæpurinn því jónan í brjóstvasanum. Við skulum vona að lögreglan hafi ekki horft framhjá öðrum og stærri glæpum á meðan hún fangelsaði þennan stórglæpamann í sumarnóttinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við. Stórglæpamaðurinn, sem setið hafði við iðju sína, reis á fætur og bjóst til ferðar enda vildi hann síður lenda í vandræðum þarna um miðja nótt, einn síns liðs, með lögregluna allt um kring. Sem betur fer náði lögreglan að yfirbuga glæponinn, skella honum niður á jörðina og festa hendur í járn. Var hann því næst dreginn inn í lögreglubíl og skutlað upp á lögreglustöðina við Hlemm, enda mikilvægt að stöðva brotaferilinn. Glæponinn, sem býr í foreldrahúsum, óskaði eftir að fá að hringja í móður sína svo hún myndi ekki óttast um afdrif sonarins, en fékk ekki, enda að sögn lögreglunnar óvíst að móðirin kynni vel við það að vera vakin um miðja nótt. Ungi stórglæpamaðurinn fékk því að dúsa í leyni í fangaklefa næstu 10 klukkustundir. Sá glæpur sem kallaði á svo fumlaus vinnubrögð lögreglu og öryggisvarðar var að ungi stórglæponinn var við það að kveikja sér í jónu, tóbaksblönduðu maríjúana, sem hann hafði keypt sér á djamminu. Annað gerði hann ekki og glæpurinn því jónan í brjóstvasanum. Við skulum vona að lögreglan hafi ekki horft framhjá öðrum og stærri glæpum á meðan hún fangelsaði þennan stórglæpamann í sumarnóttinni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun