Lamborghini dregur geitur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:43 Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan. Bílar video Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent
Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent