Eðalmatur fyrir hlaupara Elín Albertsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Albert hefur sett saman frábæran matseðil fyrir hlaupara, hollan og góðan. MYND/EYÞÓR Matgæðingurinn Albert Eiríksson veit hvað hentar best í magann fyrir hlaup. Hann setti saman girnilegan matseðil sem hentar mjög vel fyrir þá sem stunda íþróttir og líkamsrækt. Matseðillinn er stútfullur af hollustu og góðum næringarefnum. Albert segist hlaupa reglulega sér til ánægju en hann sé ekki keppnismaður. „Það var viss áskorun að setja saman þennan matseðil fyrir hlaupara. Ég talaði við nokkra hlaupara og stúderaði vel hvað best er að borða fyrir fólk. Til dæmis er pasta ofarlega á lista dagana fyrir hlaup. Olíur eru líka mjög mikilvægar, þess vegna valdi ég avókadó. Sætar kartöflur innihalda kalíum sem er gott fyrir hlaupara,“ segir Albert. Sjálfur ræktar hann grænmeti, spínat, klettasalat og haugarfa. „Sumir segja að haugarfi sé illgresi en hann er sérstaklega góður í pestó,“ segir hann. „Ég borða mikið grænmeti og þessi árstími er æðislegur þar sem úrvalið er svo ferskt og gott,“ segir Albert og hér koma þessar frábæru uppskriftir.Marsibil Bragadóttir Mogensen, barnabarn, fær sér ljúffengan og svalandi rabarbaradrykk. MYND/EYÞÓRSvalandi rabarbaradrykkur Virkilega ljúffengur drykkur sem er bæði mjög ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Bensonat er rotvarnarefni og fæst í flestum matvörubúðum og vínsýra fæst í Ámunni. Hressandi drykkur. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva ( sem mætti nú eiginlega kalla þykkni). 5 kg rabarbari 5 kg sykur 1?½–2 msk. bensonat 5 g vínsýra nokkrir dropar rauður matarlitur Skolið rabarbaraleggina og skerið í bita. Setjið allt í hreina fötu og setjið lok yfir. Látið standa við stofuhita í 10 daga, hrærið í ca. annan hvern dag. Sigtið rabarbarann frá, bætið matarlit saman við og setjið drykkinn á flöskur, kælið eða frystið. Ath. að þetta er eins og þykkni sem þarf að blanda með vatni eða sódavatni í sömu hlutföllum og djús.Epla- og kjúklingasalat. Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. MYNDir/EYÞÓREpla- og kjúklingasalat Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. Salatið má útbúa daginn áður og láta standa í ísskáp yfir nótt. 1/3 b mæjónes 1/3 b grísk jógúrt 1 msk. eplaedik 1 msk. hunang salt og pipar 1 b kasjúhnetur (ristaðar á pönnu ef vill) ca. 700 g eldaður kjúklingur, skorinn í bita 2 b niðurskorin epli Blandið saman mæjónesi og grískri jógúrt, bætið við ediki, hunangi, salti og pipar. Setjið að síðustu hnetur, kjúklinginn og eplin og blandið vel saman. Látið standa í ísskáp í ca. klst. Pasatasalat með gúrkum og tómötum.Pastasalat með gúrkum og tómötum Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. ca. 3 b soðið pasta, t.d. slaufur 500 g litlir tómatar, skornir í helminga 2 gúrkur, skornar í bita ½ b ólífur, skornar í helminga ½ b fetaostur 2-3 þroskuð avókadó, skorið í bita 2 msk. ferskt dill Dressing ¾ b ólífuolía 6 msk. rauðvínsedik 2 tsk. sykur 2 hvítlauksrif, saxað smátt 1?½ msk. dill (ferskt) 1?½ msk. oreganó ½ tsk. salt pipar Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel. Salat Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið pastað ásamt tómötum, gúrkum, ólífum, feta og avókadó í stóra skál og blandið dressingunni saman við. Geymið í ísskáp í ca. 3 klst. Skreytið með dilli.Hægelduð kínóa- og kókossúpa, bráðholl og góð.Hægelduð kínóa- og kókossúpa Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir. Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan sýður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa. 1 laukur 2 msk. olía 1 sæt kartafla skorin í bita (ca. 3 bollar) 1 stórt spergilkálshöfuð, skorið í bita (ca. 2 bollar) 1 ds niðursoðnar kjúklingabaunir, soðinu hellt af og þær skolaðar 1 ds niðursoðnir tómatar í bitum 2 ds kókosmjólk 1/3 b kínóa 2 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 msk. ferskt engifer, saxað smátt 1 msk. túrmerik 1 msk. tamari sósa 1-2 tsk. grænmetis– kraftur smá chili 1?½ b vatn salt og pipar Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu í sæmilega stórum potti. Bætið öllum hráefnum saman við og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst. Lífið Matur Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Matgæðingurinn Albert Eiríksson veit hvað hentar best í magann fyrir hlaup. Hann setti saman girnilegan matseðil sem hentar mjög vel fyrir þá sem stunda íþróttir og líkamsrækt. Matseðillinn er stútfullur af hollustu og góðum næringarefnum. Albert segist hlaupa reglulega sér til ánægju en hann sé ekki keppnismaður. „Það var viss áskorun að setja saman þennan matseðil fyrir hlaupara. Ég talaði við nokkra hlaupara og stúderaði vel hvað best er að borða fyrir fólk. Til dæmis er pasta ofarlega á lista dagana fyrir hlaup. Olíur eru líka mjög mikilvægar, þess vegna valdi ég avókadó. Sætar kartöflur innihalda kalíum sem er gott fyrir hlaupara,“ segir Albert. Sjálfur ræktar hann grænmeti, spínat, klettasalat og haugarfa. „Sumir segja að haugarfi sé illgresi en hann er sérstaklega góður í pestó,“ segir hann. „Ég borða mikið grænmeti og þessi árstími er æðislegur þar sem úrvalið er svo ferskt og gott,“ segir Albert og hér koma þessar frábæru uppskriftir.Marsibil Bragadóttir Mogensen, barnabarn, fær sér ljúffengan og svalandi rabarbaradrykk. MYND/EYÞÓRSvalandi rabarbaradrykkur Virkilega ljúffengur drykkur sem er bæði mjög ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Bensonat er rotvarnarefni og fæst í flestum matvörubúðum og vínsýra fæst í Ámunni. Hressandi drykkur. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva ( sem mætti nú eiginlega kalla þykkni). 5 kg rabarbari 5 kg sykur 1?½–2 msk. bensonat 5 g vínsýra nokkrir dropar rauður matarlitur Skolið rabarbaraleggina og skerið í bita. Setjið allt í hreina fötu og setjið lok yfir. Látið standa við stofuhita í 10 daga, hrærið í ca. annan hvern dag. Sigtið rabarbarann frá, bætið matarlit saman við og setjið drykkinn á flöskur, kælið eða frystið. Ath. að þetta er eins og þykkni sem þarf að blanda með vatni eða sódavatni í sömu hlutföllum og djús.Epla- og kjúklingasalat. Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. MYNDir/EYÞÓREpla- og kjúklingasalat Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. Salatið má útbúa daginn áður og láta standa í ísskáp yfir nótt. 1/3 b mæjónes 1/3 b grísk jógúrt 1 msk. eplaedik 1 msk. hunang salt og pipar 1 b kasjúhnetur (ristaðar á pönnu ef vill) ca. 700 g eldaður kjúklingur, skorinn í bita 2 b niðurskorin epli Blandið saman mæjónesi og grískri jógúrt, bætið við ediki, hunangi, salti og pipar. Setjið að síðustu hnetur, kjúklinginn og eplin og blandið vel saman. Látið standa í ísskáp í ca. klst. Pasatasalat með gúrkum og tómötum.Pastasalat með gúrkum og tómötum Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. ca. 3 b soðið pasta, t.d. slaufur 500 g litlir tómatar, skornir í helminga 2 gúrkur, skornar í bita ½ b ólífur, skornar í helminga ½ b fetaostur 2-3 þroskuð avókadó, skorið í bita 2 msk. ferskt dill Dressing ¾ b ólífuolía 6 msk. rauðvínsedik 2 tsk. sykur 2 hvítlauksrif, saxað smátt 1?½ msk. dill (ferskt) 1?½ msk. oreganó ½ tsk. salt pipar Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel. Salat Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið pastað ásamt tómötum, gúrkum, ólífum, feta og avókadó í stóra skál og blandið dressingunni saman við. Geymið í ísskáp í ca. 3 klst. Skreytið með dilli.Hægelduð kínóa- og kókossúpa, bráðholl og góð.Hægelduð kínóa- og kókossúpa Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir. Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan sýður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa. 1 laukur 2 msk. olía 1 sæt kartafla skorin í bita (ca. 3 bollar) 1 stórt spergilkálshöfuð, skorið í bita (ca. 2 bollar) 1 ds niðursoðnar kjúklingabaunir, soðinu hellt af og þær skolaðar 1 ds niðursoðnir tómatar í bitum 2 ds kókosmjólk 1/3 b kínóa 2 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 msk. ferskt engifer, saxað smátt 1 msk. túrmerik 1 msk. tamari sósa 1-2 tsk. grænmetis– kraftur smá chili 1?½ b vatn salt og pipar Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu í sæmilega stórum potti. Bætið öllum hráefnum saman við og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst.
Lífið Matur Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning